„Kostar líka sitt að hafa einræði“ 20. júní 2004 00:01 Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi. Henni, og stuðningsmönnum hennar, hafi ekki tekist að fá Vígdísi Finnbogadóttur í sameiginlega umræðuþætti alla kosningabaráttuna 1988. „Það var eftir Vigdísi haft: „Þjóðin þekkir mig“,“ sagði Sigrún í samtali við fréttamann fyrr í dag. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fallist á að koma í umræðuþætti með mótframbjóðendum sínum, þeim Ástþóri Magnússyni og Baldri Ágústssyni, síðar í þessari viku, til að mynda í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudag - daginn fyrir forsetakosningarnar. Ástþór og Baldur eru andvígir ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar en Sigrún Þorsteinsdóttir er ánægð með að hann skyldi neita að skrifa undir lögin. „Tilgangurinn með mínu framboði var að ítreka þennan málskotsrétt sem forseti hefur og þess vegna er ég mjög ánægð yfir því að þjóðin fái nú að segja sitt álit um þetta mál. Í mínum huga skiptir ekki öllu máli hvert málið er, heldur að þetta er skref í þá átt að gera lýðræðið virkara. Það þarf að þróa lýðræði því það er ekki eitthvað sem kemur bara tilbúið,“ segir Sigrún. Hún segir jafnframt að það sé mikilvægt lýðræðinu að kosið sé um forseta. Það gildi einu þótt skoðanakannanir sýni að frambjóðandi eigi litla sem enga möguleika. „Það er út í hött að tala um einhverjar peningaupphæðir í tengslum við forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta fylgir lýðræðinu og ekki viljum við einræði. Það kostar líka sitt að að hafa einræði,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi 1988. Sigrún fékk 7000 atkvæði, Vigdís Finnbogadóttir 117.000.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira