Beikonvafinn þorskur 24. júní 2004 00:01 Þessi uppskrift er innblásin af einum besta saltfiskrétti sem ég hef fengið um ævina, en hann fékk ég nýlega á veitingahúsi hér í bæ. Fiskurinn var borinn fram með sætri sósu og ég reyni hér að ná fram töfrum þessarar sósu. Í þessum rétti er þorskurinn ferskur, en fær saltbragð frá beikoninu. Til hátíðabrigða má nota hráskinku í stað beikonsins. 1 roðflett þorskflak um 500 kr. 6 sneiðar beikon um 400 kr. Sósa: 4 msk. ljós púðursykur 2 msk. sojasósa 2 msk. balsam edik 3 dl fisksoð 1 tsk. rifinn engifer Skerið þorskflakið í fallega bita og vefjið hvern bita með einni beikonsneið. Setjið afskorninga og þunnildi í pott og útbúið fisksoð. Steikið fiskbitana á miðlungsheitri grillpönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið. Setjið því næst bitana í eldfast mót og bakið í 200 gráðu ofni í um 10 mínútur í viðbót. Sósan: Bræðið sykurinn í potti með þykkum botni. Takið þá pottinn af hellunni og hellið sojasósu og ediki saman við sykurbráðina og hrærið vel í um leið. Setjið pottinn aftur á helluna og bætið engifer og fisksoði saman við. Hrærið vel þar til sósan er kekkjalaus. Látið sósuna sjóða nokkra stund þar til hún þykknar örlítið - en sósan á samt að haldast nokkuð þunnfljótandi. Berið fram með salati úr káli og grilluðu grænmeti. Matur Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið
Þessi uppskrift er innblásin af einum besta saltfiskrétti sem ég hef fengið um ævina, en hann fékk ég nýlega á veitingahúsi hér í bæ. Fiskurinn var borinn fram með sætri sósu og ég reyni hér að ná fram töfrum þessarar sósu. Í þessum rétti er þorskurinn ferskur, en fær saltbragð frá beikoninu. Til hátíðabrigða má nota hráskinku í stað beikonsins. 1 roðflett þorskflak um 500 kr. 6 sneiðar beikon um 400 kr. Sósa: 4 msk. ljós púðursykur 2 msk. sojasósa 2 msk. balsam edik 3 dl fisksoð 1 tsk. rifinn engifer Skerið þorskflakið í fallega bita og vefjið hvern bita með einni beikonsneið. Setjið afskorninga og þunnildi í pott og útbúið fisksoð. Steikið fiskbitana á miðlungsheitri grillpönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið. Setjið því næst bitana í eldfast mót og bakið í 200 gráðu ofni í um 10 mínútur í viðbót. Sósan: Bræðið sykurinn í potti með þykkum botni. Takið þá pottinn af hellunni og hellið sojasósu og ediki saman við sykurbráðina og hrærið vel í um leið. Setjið pottinn aftur á helluna og bætið engifer og fisksoði saman við. Hrærið vel þar til sósan er kekkjalaus. Látið sósuna sjóða nokkra stund þar til hún þykknar örlítið - en sósan á samt að haldast nokkuð þunnfljótandi. Berið fram með salati úr káli og grilluðu grænmeti.
Matur Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið