Mömmupasta að hætti Lindu Ben Linda Benediktsdóttir matgæðingur og uppskriftahöfundur deildi girnilegri uppskrift að kjúklinga-ravíólí í silkimjúkri hvítlauksrjómasósu með fersku babyleaf-salati. Rétturinn er bæði bragðgóður og fjölskylduvænn og tilvalinn sem hversdagréttur. Lífið 4.9.2025 13:53
Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Thai kjúklinga salatvefjur með kókósnúðlum og fersku grænmeti eru einn af vinsælustu réttum hins margrómaða veitingastaðar Cheesecake Factory í Bandaríkjunum. Staðurinn er þekktur fyrir fjölbreyttan matseðil og ríkulega skammta. Lífið 3.9.2025 18:02
Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni. Lífið 2.9.2025 15:00
Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Heimagerðar kjötbollur í góðri sósu eru réttur sem klikkar sjaldan. Að þessu sinni deilir Helga Margrét Gunnarsdóttir, matgæðingur og næringaráðgjafi, betur þekkt sem Helga Magga, uppskrift að bragðgóðum kalkúnabollum í kókos og límónu sósu. Lífið 22. ágúst 2025 16:33
„Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deildi nýverið uppskrift á samfélagsmiðlum að ljúffengum næturgraut sem hún lýsir sem hreinum unaði fyrir bragðlaukana. Lífið 21. ágúst 2025 14:00
Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Þó svo að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri og því kjörið að kveikja á grillinu og bjóða góðum gestum í mat. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deildi uppskrift að ljúffengum ítalskum steikarsamlokum sem gætu auðveldlega ratað á matseðil ítalsks veitingahúss. Lífið 20. ágúst 2025 14:01
Dúnmjúkir pizzasnúningar Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og Gersemar, deildi nýverið gómsætri uppskrift að pizzasnúningum sem er tilvalið að baka og frysta til að eiga í nesti fyrir krakkana í vetur. Þeir eru dúnmjúkir, bragðgóðir og hverfa jafn fljótt og þeir koma úr ofninum. Lífið 19. ágúst 2025 13:37
Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning. Lífið 14. ágúst 2025 16:38
Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift að fagurgrænum og ferskum þeytingi með fylgjendum sínum á Instagram. Drykkurinn er stútfullur af hollustu og ætti að gefa góða orku inn í daginn. Lífið 12. ágúst 2025 12:01
Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Hrausti heilsukokkurinn Jana kann svo sannarlega að framreiða girnileg salöt en nýverið deildi hún gríðarlega girnilegri uppskrift á dásamlegu sumarsalati. Lífið 16. júlí 2025 14:02
Próteinbollur að hætti Gumma kíró Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti. Lífið 9. júlí 2025 11:33
Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó nýverið litríkt og ljúffengt sumarsalat sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Rétturinn er einfaldur í undirbúningi og tilvalinn á heitum dögum þegar maður langar í eitthvað létt, ferskt og bragðgott. Lífið 7. júlí 2025 15:02
Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi. Lífið 4. júlí 2025 15:31
Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Matgæðingurinn Adam Karl Helgason deildi nýverið uppskrift að einföldu en bragðgóðu rækjutakkói sem hann segir að hafi reynst lykillinn að ástarsambandi hans og raunveruleikastjörnunnar Ástrósar Traustadóttur. Lífið 1. júlí 2025 13:09
Sumarleg og saðsöm salöt Þrátt fyrir að sólin sé ekki mikið fyrir það að láta sjá sig þessa dagana er sumar í lofti og gróðurinn sjaldan verið grænni. Þá er upplagt að bjóða í sumarlegt matarboð en heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir deilir hér girnilegum salat uppskriftum þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Lífið 24. júní 2025 15:01
Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar „Mitt helsta heilsuráð er að gefa sér rými til þess að vera eins mikið í náttúrunni og mögulegt er til þess að lágmarka streitu og auka lífsgleði,“ segir jógakennarinn og heilsumarkþjálfinn Anna Guðný Torfadóttir sem stefnir á að eiga heilsteypt sumar. Uppskriftir 16. júní 2025 20:02
Sígild sumarterta að hætti Dana Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Lífið 6. maí 2025 14:31
Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Mónika Sif Gunnarsdóttir, kokkur á Apótek Restaurant, deilir hér glæsilegum þriggja rétta páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og henta fullkomlega sem hátíðarmáltíð um páskana. Lífið 16. apríl 2025 20:01
Páskaleg og fersk marengsbomba Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. Lífið 15. apríl 2025 10:01
Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd. Lífið 26. mars 2025 11:33
Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar. Lífið 19. mars 2025 18:02
Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Svokallað Sesarsalat takkó hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram undanfarið. Rétturinn er bæði einfaldur í bígerð og einstaklega bragðgóður. Lífið 11. mars 2025 18:00
Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Pítsakvöld á föstudegi er fullkomin leið til að slaka á eftir annasama viku og njóta góðrar máltíðar með fjölskyldu og vinum. Hvort sem þú ert í stuði fyrir pítsu með trufflum og parmesan, suðræna og sæta, eða sterka sem rífur aðeins í, þá eru þessar þrjár uppskriftir hér að neðan eitthvað fyrir þig. Lífið 7. mars 2025 15:36
Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera. Lífið 5. mars 2025 16:00