Vill sjá sátt 5. júlí 2004 00:01 "Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira