Örflokkur stýrir minnihlutastjórn Gunnar Smári Egilsson skrifar 10. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aðeins einu sinni mælst minna en í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt er í dag. Það var undir lok maí i vor, stuttu áður en naumur meirihluti þingmanna afgreiddi fjölmiðlalögin sem lög. Þá studdu 31 prósent landsmanna ríkisstjórnina. Í dag nýtur hún fylgis 34,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Eftir þinglok hafði fylgið við stjórnina aukist aðeins og var um 40 prósent í tveimur könnunum í júní. Nú fellur það aftur í kjölfar þess að ríkisstjórnin blés af fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin og ákvað að nema þessi lög úr gildi en setja strax aftur. Það er fátítt að ríkisstjórnir á Íslandi njóti ekki stuðnings meirihluta í könnunum. Þegar álíka langt var liðið á síðasta kjörtímabil naut ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stuðnings 63 prósent landsmanna í könnun Gallups. Nú er stuðningur við ríkisstjórnina aðeins rétt rúmur helmingur af því sem þá var. Það hljóta að vera viðbrigði fyrir ráðherranna og stjónarþingmennina. Það þarf önnur brögð og annan hátt á þegar siglt er í stífum mótbyr en þegar góður byr er í seglin. En þótt hin mikla andstaða við ríkisstjórnina í þessari könnun séu vissulega tíðindi þá hlýtur afleit staða Framsóknarflokksins að vekja enn meiri athygli. Framsókn er nú minni en Frjálsyndi flokkurinn og fær aðeins stuðning 7,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Þetta hljóta að vera umhugsunarverð tíðindi fyrir framsóknarmenn þegar aðeins eru rúmir tveir mánuðir í að formaður þeirra taki við forystu í ríkisstjórn. Þegar sáralítill stuðningur við Framsókn bætist ofan á lítið fylgi ríkisstjórnarinnar þarf Halldór Ásgrímsson að vera bæði óvenju klókur og óvenju snjall ef hann ætlar að sigla skútu sinni í höfn. En eins og dæmin sanna þá getur verið erfitt fyrir stjórnmálamenn að greina hvað er óvenjulegt og hvað er snjallt. Það er til dæmis augljóst af þessari könnun að síðasta kúvending sem ráðherrunum fannst einmitt óvenju snjöll hefur fært stjórnina aftur á sambærilegan stað og í verstu hremmingunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 32 prósenta fylgi. Það er minna en í könnunum í júní en meira en þegar flokkurinn fór vel niður fyrir 30 prósent fylgi í tveimur könnunum í maí. Í þeim könnunum var hlutfall óákveðinna óvenju hátt en er eðlilegt í dag. Í maí hafa því margir líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins verið óákveðnir en hluti þeirra hefur nú skilað sér heim. Staða Sjálfstæðisflokksins er þó langt frá því viðunandi. Á sama tíma á siðasta kjörtímabili fékk flokkurinn 47 prósent fylgi í könnun Gallups. Nú er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna tveggja minna en 40 prósent. Það er augljóst að fjölmiðlafrumvarpið og málarekstur þess hefur verið báðum stjórnarflokkunum dýrt. Harkan í þessu máli -- átökin um vald forsetans, stjórnarskrána og lýðræði -- hefur dregið úr fylgi við báða flokkana en skaðar Framsóknarflokkinn meira. Framsókn virðist aðeins tapa en engu áorka með þessu máli. Fylgi flokksins er orðið svo lítið að það er erfitt að ímynda sér að það geti minnkað meira. Fjölmiðlamálið hefur tálgað fylgi Framsóknar inn að beini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aðeins einu sinni mælst minna en í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt er í dag. Það var undir lok maí i vor, stuttu áður en naumur meirihluti þingmanna afgreiddi fjölmiðlalögin sem lög. Þá studdu 31 prósent landsmanna ríkisstjórnina. Í dag nýtur hún fylgis 34,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni. Eftir þinglok hafði fylgið við stjórnina aukist aðeins og var um 40 prósent í tveimur könnunum í júní. Nú fellur það aftur í kjölfar þess að ríkisstjórnin blés af fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin og ákvað að nema þessi lög úr gildi en setja strax aftur. Það er fátítt að ríkisstjórnir á Íslandi njóti ekki stuðnings meirihluta í könnunum. Þegar álíka langt var liðið á síðasta kjörtímabil naut ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stuðnings 63 prósent landsmanna í könnun Gallups. Nú er stuðningur við ríkisstjórnina aðeins rétt rúmur helmingur af því sem þá var. Það hljóta að vera viðbrigði fyrir ráðherranna og stjónarþingmennina. Það þarf önnur brögð og annan hátt á þegar siglt er í stífum mótbyr en þegar góður byr er í seglin. En þótt hin mikla andstaða við ríkisstjórnina í þessari könnun séu vissulega tíðindi þá hlýtur afleit staða Framsóknarflokksins að vekja enn meiri athygli. Framsókn er nú minni en Frjálsyndi flokkurinn og fær aðeins stuðning 7,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Þetta hljóta að vera umhugsunarverð tíðindi fyrir framsóknarmenn þegar aðeins eru rúmir tveir mánuðir í að formaður þeirra taki við forystu í ríkisstjórn. Þegar sáralítill stuðningur við Framsókn bætist ofan á lítið fylgi ríkisstjórnarinnar þarf Halldór Ásgrímsson að vera bæði óvenju klókur og óvenju snjall ef hann ætlar að sigla skútu sinni í höfn. En eins og dæmin sanna þá getur verið erfitt fyrir stjórnmálamenn að greina hvað er óvenjulegt og hvað er snjallt. Það er til dæmis augljóst af þessari könnun að síðasta kúvending sem ráðherrunum fannst einmitt óvenju snjöll hefur fært stjórnina aftur á sambærilegan stað og í verstu hremmingunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 32 prósenta fylgi. Það er minna en í könnunum í júní en meira en þegar flokkurinn fór vel niður fyrir 30 prósent fylgi í tveimur könnunum í maí. Í þeim könnunum var hlutfall óákveðinna óvenju hátt en er eðlilegt í dag. Í maí hafa því margir líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins verið óákveðnir en hluti þeirra hefur nú skilað sér heim. Staða Sjálfstæðisflokksins er þó langt frá því viðunandi. Á sama tíma á siðasta kjörtímabili fékk flokkurinn 47 prósent fylgi í könnun Gallups. Nú er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna tveggja minna en 40 prósent. Það er augljóst að fjölmiðlafrumvarpið og málarekstur þess hefur verið báðum stjórnarflokkunum dýrt. Harkan í þessu máli -- átökin um vald forsetans, stjórnarskrána og lýðræði -- hefur dregið úr fylgi við báða flokkana en skaðar Framsóknarflokkinn meira. Framsókn virðist aðeins tapa en engu áorka með þessu máli. Fylgi flokksins er orðið svo lítið að það er erfitt að ímynda sér að það geti minnkað meira. Fjölmiðlamálið hefur tálgað fylgi Framsóknar inn að beini.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun