Halldór hlusti á flokksmenn sína 11. júlí 2004 00:01 Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson formann flokksins í morgun en Alfreð Þorsteinsson segir að forysta flokksins hafi ekki gengið í takt við almenna flokksmenn. Hann hafi varað formanninn við en hann hafi ekki hlustað. Hann segir að ef þingmenn flokksins séu ósáttir við stefnu flokksins í fjölmiðlamálinu eigi þeir að fylgja sannfæringu sinni, ekki formanninum. Alfreð segir þessi tíðindi vera stóralvarleg og að í henni hljóti að felast í skýr skilaboð frá Framsóknarmönnum til flokksforystunnar, sem virðist ekki hafa gengið í takt við hinn almenna flokksmann. Hann telur að Framsóknarflokkurinn geti ekki elt Sjálfstæðisflokkinn í öllum þeim öfgum sem forysta hans hafi sýnt að undanförnu. Hann vildi benda á að Framsóknarflokkurinn væri ekki hægri flokkur heldur skilgreindi sig sem miðjuflokk sem legði áherslu á málamiðlanir. Hann hafi sem slíkur haft nokkuð sterka stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar geti bara farið illa ef hann fylgi Sjálfstæðisflokknum svona grimmt eins og hann hafi gert í fjölmiðlamálinu. Alfreð segir að formaður flokksins þurfi að hlusta betur á flokksmenn sína. Hann segir engum vafa undirorpið að flokksmenn séu óánægðir með flokksforystuna og sætti sig ekki við þá stefnu sem flokkurinn hafi fylgt. Ennfremur segir Alfreð að þingmenn ættu að fylgja samvisku sinni og gera fomanni flokksins það ljóst að þeir treysti ekki stefnu hans. Hann hafi sjálfur varað formann við í byrjun árs en það hefði ekki verið hlustað á rök hans. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson forystumaður Framsóknarflokksins í borgarmálunum segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins stóralvarleg tíðindi en þar kemur fram að Framsóknarflokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka þar sem 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja flokkinn. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson formann flokksins í morgun en Alfreð Þorsteinsson segir að forysta flokksins hafi ekki gengið í takt við almenna flokksmenn. Hann hafi varað formanninn við en hann hafi ekki hlustað. Hann segir að ef þingmenn flokksins séu ósáttir við stefnu flokksins í fjölmiðlamálinu eigi þeir að fylgja sannfæringu sinni, ekki formanninum. Alfreð segir þessi tíðindi vera stóralvarleg og að í henni hljóti að felast í skýr skilaboð frá Framsóknarmönnum til flokksforystunnar, sem virðist ekki hafa gengið í takt við hinn almenna flokksmann. Hann telur að Framsóknarflokkurinn geti ekki elt Sjálfstæðisflokkinn í öllum þeim öfgum sem forysta hans hafi sýnt að undanförnu. Hann vildi benda á að Framsóknarflokkurinn væri ekki hægri flokkur heldur skilgreindi sig sem miðjuflokk sem legði áherslu á málamiðlanir. Hann hafi sem slíkur haft nokkuð sterka stöðu í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar geti bara farið illa ef hann fylgi Sjálfstæðisflokknum svona grimmt eins og hann hafi gert í fjölmiðlamálinu. Alfreð segir að formaður flokksins þurfi að hlusta betur á flokksmenn sína. Hann segir engum vafa undirorpið að flokksmenn séu óánægðir með flokksforystuna og sætti sig ekki við þá stefnu sem flokkurinn hafi fylgt. Ennfremur segir Alfreð að þingmenn ættu að fylgja samvisku sinni og gera fomanni flokksins það ljóst að þeir treysti ekki stefnu hans. Hann hafi sjálfur varað formann við í byrjun árs en það hefði ekki verið hlustað á rök hans.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira