Fer óbreytt úr allsherjarnefnd 14. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Sjá meira