Framsókn fer fram á viðræður 14. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira