Svefnherbergið í eldhúsið 19. júlí 2004 00:01 "Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi. Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
"Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi.
Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira