Tuskulegur kjóll 19. júlí 2004 00:01 "Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band." Tíska og hönnun Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Konur segjast svo oft bara vera í einhverjum gömlum tuskum þegar þeim er hrósað fyrir klæðaburðinn," segir myndlistarkonan Tinna Kvaran en hún hefur saumað kjól úr ýmiss konar tuskum sem hangir í Rússlandi Klink og Bank gallerís á myndlistarsýningunni Afleit/Afleidd. "Ég safnaði allavega viskustykkjum, borðtuskum og gólftuskum til að sauma þennan kjól því konur virðast af einhverjum orsökum oft setja sjálfa sig í samhengi við tuskur. Þetta tengist kannski aldargömlu hlutverki konunnar í eldhúsinu og í dag er það enn víða í heiminum þannig að konur lifa mjög náið með tuskunum sínum. Ég er til dæmis að lesa Bóksalann í Kabúl núna og þar fær maður ágætis innsýn inn í hvernig konurnar í Afganistan lifa sínu lífi undir ógnarstjórn talíbana." En hér heima virðist sjálfsímynd margra kvenna líka vera nátengd tuskum. "Stundum virðist ekki skipta neinu máli hversu konur eru mikið puntaðar eða í fínum fötum, maður heyrir þær segja að þeim líði alveg eins undinni tusku eða jafnvel gólftusku. Karlmenn myndu aldrei segja þetta og út frá þessum pælingum kom upp hugmynd hjá mér um tuskudressið, kjól sem konan klæðist og tuskurnar skína alveg í gegn," segir Tinna. "Ég fann eldgömul snið frá þeim tíma þegar konur klæddust víðum kjólum, með hræðilegu munstri og engu sniði og hannaði kjólinn út frá þeim. Ég ólst sjálf upp í Lúxemborg og man sterklega eftir því að langflestar mömmurnar þar klæddust svuntum allan liðlangan daginn þannig að maður sá aldrei fötin sem þær voru í og eldhússvuntan varð að nokkurs konar einkennisbúningi." Tinna sýnir jafnframt risahálsfesti í Klink og Bank. "Ég var mikið að spá í skessum því stundum eru konur kallaðar skessur eða brussur. Oftast er það ef þær haga sér að einhverju leyti öðruvísi en tískublöðin segja þeim að þær eigi að líta út. Ég fékk yfir mig löngun til að hanna skartgrip á skessu og tók því nokkrar trollkúlur og þræddi þeim upp á band."
Tíska og hönnun Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira