Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Rúrik fellur í skuggann á kyn­þokka­fullum Jóni

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sýnir aðdáendum sínum nýja og kynþokkafulla hlið þar sem hann situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Á myndunum má sjá hann alvarlegan á svip, ýmist beran að ofan, sem er nokkuð ólíkt þeirri brosmildu týpu sem flestir þekkja.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik?

Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Inn­sýn í framtíðarheim tískunnar á Ís­landi

Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þau allra nettustu á Met Gala

Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sumarið er komið á Boozt

Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og tími til kominn að fríska upp á fataskápinn í takt við hlýnandi veður. Litapallettan í tísku, förðun og heimilisvörum verður aðeins ljósari og litríkari í sumar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Af­hverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“

„Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Margrét selur hönnunarperlu í Skerja­firði

Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Troð­fullt á opnun hjá ofurskvísum

Það var fjör í Andrá Reykjavík á laugardaginn þegar tískuskvísurnar og hönnuðirnir Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir frumsýndu splunkunýja merkið Suskin. Margt var um manninn og mikil stemning í bænum í tilefni af Hönnunarmars.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hollywood speglarnir slá í gegn

Förðunarspeglar með perum í „Hollywood stíl“ njóta mikilla vinsælda hjá ungu fólki þessi misserin. Reyndar ná vinsældir speglanna langt út fyrir unglingaherbergin því foreldrarnir nota þá ekki síður.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Mikil­vægt að á Ís­landi sé fram­leitt úr ís­lenskri ull

Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Full­komið tan og tryllt partý

Gleðin var við völd í húsakynnum Bpro nú á miðvikudagskvöldið 2.apríl síðastliðinn en tilefnið var að fagna því að Bpro var að vinna til verðlaunanna „MARC INBANE - Distributor of the Year 2024“ eða „Dreifingaraðili ársins 2024“. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.

Lífið