

Tíska og hönnun
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni
Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér.
Fréttir í tímaröð

Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan
Góð hönnun og arkitektúr getur bætt líðan bæði andlega og líkamlega. Vala Matt kynnti sér dagskrá Hönnunarmars hátíð hönnunar og arkitektúrs sem haldin er í sautjánda sinn dagana 2. til 6. apríl.

Allt fyrir ferminguna á einum stað
Fermingardagurinn stór stund í lífi fermingarbarna og margt sem þarf að huga að.

Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV
Fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, vakti mikla athygli fyrir glæsilegan klæðaburð þegar hún mætti á árshátíð Ríkisútvarpsins og árshátíð Mosfellsbæjar um liðna helgi. Hún klæddist gegnsæjum svörtum blúndusamfestingi og svörtum undirfötum.

„Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“
„Þegar við vissum að við værum samkynhneigðir en vorum ekki komnir út þá vorum við pínu að fela okkur. Við vildum ekki vekja athygli og klæddum okkur í svart og grátt,“ segja raunveruleikastjörnu tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur. Í dag eru þeir með litríkan og áberandi stíl en þeir eru viðmælendur í þættinum Tískutal.

Nýir eigendur endurreisa Snúruna
Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug.

Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár
„Ein besta fermingargjöfin sem völ er á að mínu mati er hlý og vönduð sæng,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dún og fiður, sem er staðsett á Laugavegi 86 í Reykjavík.

Enginn nakinn á Óskarnum
Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð.

Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili
Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt.

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

Ofbýður hvað Reykjavík er ljót
Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu.

Ekkert gefið eftir í elegansinum
Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi.

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum
Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Elín Hall í Vogue
Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum
66°Norður hefur hannað ullarhúfu í samstarfi við Landsbjörg til styrktar björgunarsveitum landsins. Húfan fer í sölu í dag en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Landsbjörgu.

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“
„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal
Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum.

Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna fyrir svona íkonískt fyrirtæki eins og Agent Provocateur,“ segir fyrirsætan Helen Óttarsdóttir sem sat nýverið fyrir hjá nærfatarisanum.

Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn
Áhrifavaldar og fjölmiðlafólk sótti teiti í boði 66°Norður á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Tískuvikan fór fram í febrúar.

Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet
Útvíðu ljósbláu gallabuxurnar sem Kendrick Lamar klæddist í leikhléi Ofurskálarinnar voru samkvæmt stílista hans í kvennasniði og upphaflega ætlaðar leikaranum Timothée Chalamet.

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square
Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar
Rapparinn Kendrick Lamar vakti vægast sagt athygli og umtal með hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni í fyrradag. Það er mikil hugsun á bak við allt sem hann gerir og var klæðaburður hans þar ekki undanskilinn.

Rokkaði tíu milljón króna hálsmen
Áhrifavaldurinn, athafnakonan og fyrrum leikmaður Aftureldingar Brittany Mahomes var að sjálfsögðu mætt á Ofurskálina í fyrradag að styðja manninn sinn Patrick Mahomes sem leikur fyrir Kansas höfðingjana eða Kansas City Chiefs. Þrátt fyrir ósigur eiginmannsins skein Brittany skært í áhorfendastúkunni með demantshálsmen sem kostar rúmlega tíu milljónir.

Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina
Það hefur vart farið fram hjá neinum að Ofurskálin fór fram í nótt þar sem Fíladelfíu ernirnir eða Philadelphia Eagles tryggðu sér sigur á móti Kansas borgar stjórunum eða Kansas City Chiefs. Margar af stjörnum heims létu sig ekki vanta og Kendrick Lamar tryllti lýðinn í hálfleiks atriðinu.