Alþingi ræðir frumvarp um afnám 20. júlí 2004 00:01 Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira