Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg 23. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira