Vilja engar víggirðingar 26. júlí 2004 00:01 Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Beta Einarsdóttir er að vökva blómin götumegin í garðinum sínum þegar Fréttablaðsfólk ber að. "Maður verður stöðugt að hafa hugann við þetta en það er líka til mikils að vinna því það gefur manni svo mikla ánægju að hafa fallegt í kring um sig," segir hún og skvettir síðustu dropunum úr garðkönnunni á eina af gulu stjúpunum. Beta býr við Langholtsveginn ásamt manni sínum sr. Fjalari Sigurjónssyni og saman hafa þau ræktað garðinn sinn svo eftir er tekið. "Það kemur oft fyrir að fólk staldrar við hér á gangstéttinni og virðir fyrir sér útsýnið. Það finnst okkur skemmtilegt enda skiljum við ekki þá sem vilja byrgja garða sína algerlega," segir Beta. Sr. Fjalarr tekur undir þau orð og nefnir það víggirðingar sem verið sé unnvörpum að reisa utan um lóðir. Þau eru sammála um að fólk megi hugsa meira um að veita fegurð út í umhverfi sitt og gleðja augu þeirra sem eigi leið hjá. Þótt Fjalarr og Beta séu komin yfir áttrætt og garðurinn stór sem þau þurfa að sinna þá er engan bilbug á þeim að finna. Fjalarr er nýlega búinn að slá grasflötina sem er á tveimur stöllum. Í einu horninu er rabarbarinn tilbúinn í grautinn og kartöflugarður í öðru gefur fyrirheit um heilmikla búsæld með haustinu. Steinar úr íslenskri náttúru, rótarhnyðjur og rekakúlur sóma sér vel innan um gróðurinn og fuglar himins eru sérstakir aufúsugestir sem boðið er upp á húsnæði, fæði og baðaðstöðu í garðinum. Það er sama hvert litið er, allt ber natni vitni. Beta segir þau hjón alltaf kaupa sumarblómin í Hveragerði hjá Ingibjörgu. Það hafi reynst þeim lang best. Þennan garð hafa Fjalarr og Beta átt síðan 1989. Þau segja hann þriðja garðinn sem þau annist. Sá fyrsti hafi verið við prestsbústaðinn í Hrísey og annar á Kálfafellsstað í Suðursveit. "Þeir voru eign ríkisins en það skipti okkur engu máli," segir Beta. "Við viljum bara prýða í kring um okkur, þar sem við erum." gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira