Ofbeldi er ekki árstíðarbundið 29. júlí 2004 00:01 Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí." Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí."
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira