Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. janúar 2026 15:37 Fjölmargar sýningar voru nefndar á nafn þegar rætt var um bestu og verstu sýningarnar. Borgarleikhúsið/Þjóðleikhúsið Hvaða leiksýningar á síðasta leikári voru bestar og hverjar voru verstar? Hvernig endaði jólabókaflóðið og hefur vinsældarlistinn einhverja þýðingu? Hvernig tókst til við ráðningu nýs óperustjóra þjóðaróperunnar, eða óperu undir hatti Þjóðleikhússins? Þessar spurningar voru teknar fyrir í sjöunda þætti Menningarvaktarinnar á Vísi þar sem gagnrýnandinn Símon Birgisson fékk Kötlu Ársælsdóttir leiklistargagnrýnanda Víðsjár og Val Grettisson, rithöfund og blaðamann á Heimildinni, til sín. Farið var um víðan völl í þættinum en byrjað var á jólasýningu Þjóðleikhússins, harmleiknum Óresteiu eftir Benedict Andrews, sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda, þar á meðal fimm stjörnur á Vísi, fimm stjörnur á Morgunblaðinu og fjórar og hálfa hjá Heimildinni. Öll þrjú voru sammála um ágæti sýningarinnar og fögnuðu því að sjá Þjóðleikhúsið bjóða sýningu sem þessa. Leikararnir hefðu skinið skært, leikmyndin verið stórkostleg og Ásthildur Úa væri að stíga fram sem eitt mesta efnið í íslensku leikhúsi. Katla Ársælsdóttir og Valur Grettisson kíktu á Símon. „Þetta er hörkusýning, það er enginn vafi á því og það er kominn tími til. Mér finnst hafa verið ákveðin þurrð fyrir almenning sem er mjög æstur í eitthvað krefjandi og eitthvað meira,“ sagði Valur um sýninguna. „Mér fannst styrkleiki hvað sagan sjálf er þannig séð einföld. Maður hefur lent í því í Shakespeare-verkum eða óperum þar sem maður þarf nánast að hafa hjálpar-guide meðan maður er að horfa. En þessi saga er mjög einföld og skiljanleg,“ sagði Símon. „Mér finnst þessi saga endurspegla að tímarnir breytast en mennirnir ekki. Þetta er 2500 ára gamalt verk en það stendur manni samt svo nærri, það er svo auðvelt að spegla samtímann í þessari forngrísku tragedíu,“ sagði Katla um erindi sýningarinnar í dag. „Þetta er sýning sem sýnir að við getum verið með svona háan standard í íslensku leikhúsi og það má alveg ýta aðeins á þolmörkin hjá bæði áhorfendum og þeim sem standa sýningunni næst,“ sagði hún jafnframt. Bestu sýningar ársins Næst fóru þremenningarnir yfir það sem var best og verst á síðasta leikári. Þar kenndi ýmissa grasa. Katla átti erfitt með að velja bestu sýningarnar en nefndi danssýninguna Sérstæðuna eftir Rósu Ómarsdóttur í Tjarnarbíói, Innkaupapokann eftir leikhópinn Kriðpleir og Ungfrú Ísland í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur. Valur var líka með Innkaupapokann á sínum lista, einleikinn Ífígeníu á Ásbrú með Þóreyju Birgisdóttur og Shakespeare-harmleikinn Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur með Sturla Atlason í hlutverki prinsins danska. „Hamlet er brilljant því það eru ótrúlega mögnuð leikstjóramóment í henni sem mér fannst ógeðslega skemmtileg. Hún er með oboðslega skarpa rödd, þessi hugmynd að Hamlet sé Kanye West er svo heimskuleg og fyndin og skemmtileg á sama tíma að ég er til í það,“ sagði Valur um Hamlet og leikstjórn Kolfinnu. Umræðan sem spratt upp úr sýningunni hefði svo gert Hamlet að einni fjörugustu sýningu ársins. „Klárlega menningarskandalssýning ársins. Það var ekki meira skrifað og rætt um neina sýningu eins og hana, þannig hún á heima á listum,“ sagði Símon. „Mér fannst allir hafa sterkar skoðanir, annað hvort þoldi fólk hana ekki eða elskaði hana. Ég þekki eina sem gekk út í hléi og nennti þessu ekki neitt,“ bætti Katla við. Símon var svo með Óresteiu, Ífígeníu á Ásbrú og Þetta er Laddi. „Laddi átti þarna augnablik undir lok sýningarinnar sem situr enn í mér. Mónólógurinn þar sem hann er að taka allar týpurnar og raddirnar,“ sagði Símon um Ladda. Verstu sýningarnar Næst tóku þau fyrir verstu sýningarnar. Katla vildi þó ekki tala um sýningarnar sem hún valdi sem þær verstu heldur sýningarnar sem ollu henni mestum vonbrigðum. Fyrst á blað hjá henni var Niflungarhringurinn - allur eftir Hund í óskilum. Þremenningarnir í Hundi í óskilum. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé léleg sýning, þetta var bara ekki fyrir mig, ég er ekki markhópur þessarar sýningar,“ sagði Katla um Niflungarhringinn en hún hefði hins vegar verið mjög ánægð með búningana og leikmyndina. „Það var sterk Spaugstofa. Það sem fór mest í mig var að þetta var gamaldags 90's húmor, hann er góður og gildur í smástund en hann má ekki fara yfir ákveðna línu,“ bætti Valur við. Önnur sýning sem olli Kötlu vonbrigðum var söngleikurinn Stormur eftir Unu Torfadóttur í leikstjórn Unnar Aspar sem var sýndur í Þjóðleikhúsinu. „Mér fannst söguþráðurinn mjög þunnur og persónurnar líka. Það vantaði einhverja dýpt,“ sagði Katla um söngleikinn. „Ég trúði varla þegar tjaldið fór frá að Una væri sjálf að leika. Mér fannst það vera einn af grunn-failunum í sýningunni. Þau hefðu átt að nota tónlistina og sögu hennar en henni var ekki gerður greiði með því að leika og maður sá í lokin þegar hún fór sjálf að spila sem tónlistarkona hvað hún var miklu betri og afslappaðri,“ sagði Símon um Storm. Þriðja sýningin sem Katla nefndi var einleikurinn Þetta er gjöf eftir Kolbrúnu Björtu Sigfúsdóttur með Kötlu Njálsdóttur eina á sviðinu. Sýningin fékk einmitt eina stjörnu í dómi Símonar á Vísi. „Ég heillaðist ekki af henni, mér fannst sagan ekki ganga alveg upp og oft dálítið ósannfærandi. Mér fannst þetta góð hugmynd sem ég hefði viljað að tæki aðra stefnu,“ sagði Katla. Valur valdi Íbúð 10B eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í leikstjórn Baltasars Kormáks sem verstu sýningu ársins. „Mér fannst það skrítið, plebbalegt „take“ á innflytjendavanda og farið hálfa leið sem var eiginlega verst við sýninguna, hún þorir ekki að taka afstöðu í lokin og úr verður algjört miðjumoð,“ sagði Valur. „Þetta var cheesy og skrítið.“ „Væntingarnar spila líka inn í og ég viðurkenni það alveg að það hafði áhrif mig þegar ég fór sem gagnrýnandi. Maður er með miklar væntingar þegar þú sameinar Ólaf Jóhann, Baltasar Kormák og Vesturport, stærstu nöfn síðustu áratugi og þá býst maður við einhverju svakalegu,“ bætti Símon við. Síðasta sýningin sem Valur valdi var Ungfrú Ísland. „Langdregin, leiðinleg og ofboðslega mikið stelpur-eru-bestar-klám eitthvað, sem er alveg fínt út af fyrir sig en meikaði ekki sens þarna yfir höfuð. Hlaupið leiðinlega yfir góða sögu um bóhemskáld tuttugustu aldarinnar, það hefði verið hægt að gera þetta miklu skemmtilegra,“ sagði Valur. Símon var með verk sem hin höfðu þegar nefnt: Þetta er gjöf, Hamlet og Storm. „Mestu vonbrigðin finnst mér vera Stormur því ég held að þar hafi verið góð hugmynd og efniviður sem hefði mátt fara með í aðrar áttir,“ sagði hann um Storm. Spennu- og barnabókajól og umdeild ráðning óperustjóra Þremenningarnir fóru síðan yfir topplistann yfir mest seldu bækur jólabókaflóðsins. Kötlu fannst listinn ekki koma á óvart þótt hún hefði sjálf lítið lesið af vinsælustu bókunum. Valur hafði áhyggjur af stöðu jólabókaflóðsins, sérstaklega ef vinsældir stórra höfunda á borð við Arnald Indriðason væru farnar að dvína. Að lokum var farið yfir ráðningu óperusöngvarans Finns Bjarnasonar yfir hinni nýju „Óperu undir hatti Þjóðleikhússins“ eins og fyrirbærið heitir á heimasíðu Þjóðleikhússins en er betur þekkt sem Þjóðaróperan. Símon rakti aðdraganda ráðningarinnar frá því óperusöngvarinn Finnur Bjarnason var ráðinn til eins árs sem verkefnastjóri í ráðuneytinu vegna stofnunar nýrrar Þjóðaróperu árið 2023 og þar til hann var svo á endanum ráðinn óperustjóri Þjóðaróperu. Ýmislegt óvenjulegt hefði komið fram í ferlinu sem var langt og skrítið og þjóðaróperan minnkað í meðferð stjórnmálanna. Að sögn Símonar virtist að endingu sem verið væri að ráða deildarstjóra innan Þjóðleikhússins frekar en óperustjóra. Hlusta má nánar á umræður um ferlið, ráðningu og nýja óperu undir hatti Þjóðleikhússins í þættinum hér að neðan: Menningarvaktin Leikhús Þjóðleikhúsið Borgarleikhúsið Þjóðaróperan Bókmenntir Tengdar fréttir Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? 12. desember 2025 15:35 Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? 28. nóvember 2025 12:25 Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02 Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Þessar spurningar voru teknar fyrir í sjöunda þætti Menningarvaktarinnar á Vísi þar sem gagnrýnandinn Símon Birgisson fékk Kötlu Ársælsdóttir leiklistargagnrýnanda Víðsjár og Val Grettisson, rithöfund og blaðamann á Heimildinni, til sín. Farið var um víðan völl í þættinum en byrjað var á jólasýningu Þjóðleikhússins, harmleiknum Óresteiu eftir Benedict Andrews, sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda, þar á meðal fimm stjörnur á Vísi, fimm stjörnur á Morgunblaðinu og fjórar og hálfa hjá Heimildinni. Öll þrjú voru sammála um ágæti sýningarinnar og fögnuðu því að sjá Þjóðleikhúsið bjóða sýningu sem þessa. Leikararnir hefðu skinið skært, leikmyndin verið stórkostleg og Ásthildur Úa væri að stíga fram sem eitt mesta efnið í íslensku leikhúsi. Katla Ársælsdóttir og Valur Grettisson kíktu á Símon. „Þetta er hörkusýning, það er enginn vafi á því og það er kominn tími til. Mér finnst hafa verið ákveðin þurrð fyrir almenning sem er mjög æstur í eitthvað krefjandi og eitthvað meira,“ sagði Valur um sýninguna. „Mér fannst styrkleiki hvað sagan sjálf er þannig séð einföld. Maður hefur lent í því í Shakespeare-verkum eða óperum þar sem maður þarf nánast að hafa hjálpar-guide meðan maður er að horfa. En þessi saga er mjög einföld og skiljanleg,“ sagði Símon. „Mér finnst þessi saga endurspegla að tímarnir breytast en mennirnir ekki. Þetta er 2500 ára gamalt verk en það stendur manni samt svo nærri, það er svo auðvelt að spegla samtímann í þessari forngrísku tragedíu,“ sagði Katla um erindi sýningarinnar í dag. „Þetta er sýning sem sýnir að við getum verið með svona háan standard í íslensku leikhúsi og það má alveg ýta aðeins á þolmörkin hjá bæði áhorfendum og þeim sem standa sýningunni næst,“ sagði hún jafnframt. Bestu sýningar ársins Næst fóru þremenningarnir yfir það sem var best og verst á síðasta leikári. Þar kenndi ýmissa grasa. Katla átti erfitt með að velja bestu sýningarnar en nefndi danssýninguna Sérstæðuna eftir Rósu Ómarsdóttur í Tjarnarbíói, Innkaupapokann eftir leikhópinn Kriðpleir og Ungfrú Ísland í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur. Valur var líka með Innkaupapokann á sínum lista, einleikinn Ífígeníu á Ásbrú með Þóreyju Birgisdóttur og Shakespeare-harmleikinn Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur með Sturla Atlason í hlutverki prinsins danska. „Hamlet er brilljant því það eru ótrúlega mögnuð leikstjóramóment í henni sem mér fannst ógeðslega skemmtileg. Hún er með oboðslega skarpa rödd, þessi hugmynd að Hamlet sé Kanye West er svo heimskuleg og fyndin og skemmtileg á sama tíma að ég er til í það,“ sagði Valur um Hamlet og leikstjórn Kolfinnu. Umræðan sem spratt upp úr sýningunni hefði svo gert Hamlet að einni fjörugustu sýningu ársins. „Klárlega menningarskandalssýning ársins. Það var ekki meira skrifað og rætt um neina sýningu eins og hana, þannig hún á heima á listum,“ sagði Símon. „Mér fannst allir hafa sterkar skoðanir, annað hvort þoldi fólk hana ekki eða elskaði hana. Ég þekki eina sem gekk út í hléi og nennti þessu ekki neitt,“ bætti Katla við. Símon var svo með Óresteiu, Ífígeníu á Ásbrú og Þetta er Laddi. „Laddi átti þarna augnablik undir lok sýningarinnar sem situr enn í mér. Mónólógurinn þar sem hann er að taka allar týpurnar og raddirnar,“ sagði Símon um Ladda. Verstu sýningarnar Næst tóku þau fyrir verstu sýningarnar. Katla vildi þó ekki tala um sýningarnar sem hún valdi sem þær verstu heldur sýningarnar sem ollu henni mestum vonbrigðum. Fyrst á blað hjá henni var Niflungarhringurinn - allur eftir Hund í óskilum. Þremenningarnir í Hundi í óskilum. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé léleg sýning, þetta var bara ekki fyrir mig, ég er ekki markhópur þessarar sýningar,“ sagði Katla um Niflungarhringinn en hún hefði hins vegar verið mjög ánægð með búningana og leikmyndina. „Það var sterk Spaugstofa. Það sem fór mest í mig var að þetta var gamaldags 90's húmor, hann er góður og gildur í smástund en hann má ekki fara yfir ákveðna línu,“ bætti Valur við. Önnur sýning sem olli Kötlu vonbrigðum var söngleikurinn Stormur eftir Unu Torfadóttur í leikstjórn Unnar Aspar sem var sýndur í Þjóðleikhúsinu. „Mér fannst söguþráðurinn mjög þunnur og persónurnar líka. Það vantaði einhverja dýpt,“ sagði Katla um söngleikinn. „Ég trúði varla þegar tjaldið fór frá að Una væri sjálf að leika. Mér fannst það vera einn af grunn-failunum í sýningunni. Þau hefðu átt að nota tónlistina og sögu hennar en henni var ekki gerður greiði með því að leika og maður sá í lokin þegar hún fór sjálf að spila sem tónlistarkona hvað hún var miklu betri og afslappaðri,“ sagði Símon um Storm. Þriðja sýningin sem Katla nefndi var einleikurinn Þetta er gjöf eftir Kolbrúnu Björtu Sigfúsdóttur með Kötlu Njálsdóttur eina á sviðinu. Sýningin fékk einmitt eina stjörnu í dómi Símonar á Vísi. „Ég heillaðist ekki af henni, mér fannst sagan ekki ganga alveg upp og oft dálítið ósannfærandi. Mér fannst þetta góð hugmynd sem ég hefði viljað að tæki aðra stefnu,“ sagði Katla. Valur valdi Íbúð 10B eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í leikstjórn Baltasars Kormáks sem verstu sýningu ársins. „Mér fannst það skrítið, plebbalegt „take“ á innflytjendavanda og farið hálfa leið sem var eiginlega verst við sýninguna, hún þorir ekki að taka afstöðu í lokin og úr verður algjört miðjumoð,“ sagði Valur. „Þetta var cheesy og skrítið.“ „Væntingarnar spila líka inn í og ég viðurkenni það alveg að það hafði áhrif mig þegar ég fór sem gagnrýnandi. Maður er með miklar væntingar þegar þú sameinar Ólaf Jóhann, Baltasar Kormák og Vesturport, stærstu nöfn síðustu áratugi og þá býst maður við einhverju svakalegu,“ bætti Símon við. Síðasta sýningin sem Valur valdi var Ungfrú Ísland. „Langdregin, leiðinleg og ofboðslega mikið stelpur-eru-bestar-klám eitthvað, sem er alveg fínt út af fyrir sig en meikaði ekki sens þarna yfir höfuð. Hlaupið leiðinlega yfir góða sögu um bóhemskáld tuttugustu aldarinnar, það hefði verið hægt að gera þetta miklu skemmtilegra,“ sagði Valur. Símon var með verk sem hin höfðu þegar nefnt: Þetta er gjöf, Hamlet og Storm. „Mestu vonbrigðin finnst mér vera Stormur því ég held að þar hafi verið góð hugmynd og efniviður sem hefði mátt fara með í aðrar áttir,“ sagði hann um Storm. Spennu- og barnabókajól og umdeild ráðning óperustjóra Þremenningarnir fóru síðan yfir topplistann yfir mest seldu bækur jólabókaflóðsins. Kötlu fannst listinn ekki koma á óvart þótt hún hefði sjálf lítið lesið af vinsælustu bókunum. Valur hafði áhyggjur af stöðu jólabókaflóðsins, sérstaklega ef vinsældir stórra höfunda á borð við Arnald Indriðason væru farnar að dvína. Að lokum var farið yfir ráðningu óperusöngvarans Finns Bjarnasonar yfir hinni nýju „Óperu undir hatti Þjóðleikhússins“ eins og fyrirbærið heitir á heimasíðu Þjóðleikhússins en er betur þekkt sem Þjóðaróperan. Símon rakti aðdraganda ráðningarinnar frá því óperusöngvarinn Finnur Bjarnason var ráðinn til eins árs sem verkefnastjóri í ráðuneytinu vegna stofnunar nýrrar Þjóðaróperu árið 2023 og þar til hann var svo á endanum ráðinn óperustjóri Þjóðaróperu. Ýmislegt óvenjulegt hefði komið fram í ferlinu sem var langt og skrítið og þjóðaróperan minnkað í meðferð stjórnmálanna. Að sögn Símonar virtist að endingu sem verið væri að ráða deildarstjóra innan Þjóðleikhússins frekar en óperustjóra. Hlusta má nánar á umræður um ferlið, ráðningu og nýja óperu undir hatti Þjóðleikhússins í þættinum hér að neðan:
Menningarvaktin Leikhús Þjóðleikhúsið Borgarleikhúsið Þjóðaróperan Bókmenntir Tengdar fréttir Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? 12. desember 2025 15:35 Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? 28. nóvember 2025 12:25 Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02 Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma? 12. desember 2025 15:35
Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Hvernig er Flóðreka, nýjasta sýning Íslenska dansflokksins og hvernig lyktar hún? Er Lux eftir Rosalíu besta plata ársins eða áratugarins? Hefði spennutryllirinn Víkin átt að fara beint á streymisveitur? Eru bíóin að deyja út? Af hverju er verið að skera niður Bókasafnssjóð þegar íslenska stendur höllum fæti? 28. nóvember 2025 12:25
Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. 14. nóvember 2025 07:02
Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Hvað klikkaði í Íbúð 10B, nýjustu sýningu Baltasars Kormáks, og af hverju floppuðu miðaldaþættirnirnir King & Conqueror svona harkalega? Tekst Hundi í óskilum að stytta Niflungahring Wagners úr sextán klukkutímum í tvo og af hverju voru Íslensku sjónvarpsverðlaunin ekki sýnd í sjónvarpi? Hvað er málið með Brján? 3. nóvember 2025 11:31