Létu lúta eikarparketið 3. ágúst 2004 00:01 Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega. "Á gólfunum í húsinu, sem er á tveimur hæðum, voru misgömul eikarparket. Á efri hæðinni var sitt hvort lakkað parketið og á neðri hæðinni var nýtt, niðurlímt, olíuborið parket. Á gólfunum var því eikarparket, allt af sitt hvorri tegundinni. Til að fá betri heildarsvip á þetta ákváðum við að láta pússa upp allt parketið í húsinu, olíubera það og hafa það hvítt. Við fengum hann Ísleif hjá ÍS-verktökum í verkið og benti hann okkur á það að sniðugt væri að lúta parketið. Fyrir utan það hvað lútað parket er fallegt kemur lútunin í veg fyrir að það gulni og einnig að óhreinindi komist inn í það," segir Pétur Gautur. Hann segir þau hjónin vera mjög ánægð með útkomuna og finnist flott hvernig misgömlu eikarparketin hafa nú fengið nýtt og fallegt útlit. "Við bjuggum í Danmörku í mörg ár og eigum mikið af skandinavískum húsgögnum og erum mjög hrifin af þeirri hönnun. Nýja parketið passar svo sannarlega vel við það allt því það er svo bjart og skemmtilegt og finnst okkur húsið hafa fengið bjartan skandinavískan svip," segir Pétur Gautur. Framkvæmdirnar tóku tíu daga en flöturinn er í kringum hundrað og sjötíu fermetra. "Þetta er heilmikil vinna og ég held að þetta sé ekki dýrara en ef ég hefði látið pússa parketið upp og lakka á hefðbundinn hátt. Þetta er vandasamt verk og ekki eitthvað sem ég hefði viljað gera sjálfur," segir hann. Fjölskyldan flytur inn í nýja húsið á allra næstu dögum en þau eru að flytja úr miðbæ Reykjavíkur. "Konan mín er Hafnfirðingur og hefur það verið draumur hjá henni lengi að flytjast aftur í sinn gamla heimabæ. Ég verð ennþá með vinnustofuna mína í miðbæ Reykjavíkur þannig að hún fær mig nú ekki allan í Hafnarfjörðinn. Ég er mikill 101 maður en það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Við eigum líka þrjú börn og með þau er frábært að búa á stað eins og Hafnarfirði sem er sannkölluð uppspretta ævintýra. Húsið er staðsett í miðju hrauninu og verðum við því í góðum félagsskap huldufólks," segir Pétur Gautur hlæjandi. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira