Mjóir vikudagar 3. ágúst 2004 00:01 "Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust." Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust."
Heilsa Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp