Menning

Litarefni auka hættu á ofvirkni

Talið er að tilbúin litarefni og bensóat-rotvarnarefni í mat auki líkurnar á ofvirkni hjá ungum börnum. Sú er niðurstaða rannsóknar á hegðun 277 forskólabarna sem dr. John O. Warner frá Southampton General Hospital í Bretlandi stjórnaði. Þetta kemur fram í grein í júníhefti tímaritsins Archives of Disease in Childhood og fréttastofa Reuters hefur einnig greint frá rannsókninni. Áhrifin þóttu marktæk en nánari rannsókna er þó þörf áður en farið verður fram á að viðkomandi efni verði tekin af lista yfir viðurkennd efni til notkunar í matvælavinnslu. Áætlað er að gera aðra rannsókn á 4-9 ára börnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.