Menning

Hærri álagning á minnihlutahópa

Ný könnun leiðir í ljós að Honda í Bandaríkjunum mismunaði svörtu fólki og fólki af suðrænum uppruna á árunum 1999 - 2003 við bílakaup. Könnun þessi var framkvæmd af viðskiptaprófessornum Mark A. Cohen í Vanderbilt-háskólanum. Hann komst að þessum niðurstöðum eftir að hafa skoðað 383.652 lánaskýrslur Honda-viðskiptavina um öll Bandaríkin. Í niðurstöðum Cohen kemur fram að á lánum sem svart fólk tók var meðalálagning um áttatíu þúsund íslenskra króna um leið og meðalálagning á lánum sem hvítt fólk tók sér var um fimmtíu þúsund krónur. Meðalálagning á lánum sem fólk af suðrænu bergi tók var svo aftur rúmlega sextíu þúsund krónur. Að sögn Cohen var þetta fólk allt með svipaða skuldastöðu. Honda hafnar þessum ásökunum og segir enga mismunun eiga sér stað í bílaumboðum þeirra. Þó er staðreynd að lánaálag er ekki fastbundið í Bandaríkjunum og geta bílaumboð bætt allt að sjötíu þúsund krónum ofan á lánin, sem er þó hærra en meðalálagning Honda á svart fólk. Í febrúar á þessu ári samdi General Motors, annar stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, um sex ára gamla kröfu þess efnis að fyrirtækið hafi leyft sölumönnum að setja alltof háa lánaálagningu á svart fólk og fólk af suðrænu bergi brotnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.