Valur styrkir stöðu sína 7. ágúst 2004 00:01 Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sjá meira