Lazy Daisy plattinn leynivopn 12. ágúst 2004 00:01 "Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. halldora@frettabladid.is Matur Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Þegar ég er með stóran morgunverð þá raða ég beint á plattann hvort tveggja brauðinu og öllu álegginu og þarf því ekkert að nota aðra diska undir það. Plattinn er líka hentugur því það þarf ekkert að vera að bera matinn á milli heldur er plattanum bara snúið og alir fá sér af honum sem við borðið sitja," segir hún alsæl með leynivopnið. Hrefna segist vera glötuð þegar að eldamennskunni kemur en vonast nú til að sá hæfileiki fari að koma. "Ég á bara svo góðan mann sem kann að elda rosalega góðan mat. Það hefur því í rauninni lítið reynt á hvað ég get," segir hún og hlær. "En það eru góð skipti á heimilinu, hann sér um matinn og ég sé um uppvaskið. Þar sem ég er nú komin með tvö börn þá gæti nú verið að eitthvað fari að eflast í þessu hjá mér og móðureðlið fari að segja til sín og kalli á að fara að búa til heimagerða matinn hennar mömmu," segir hún. Hrefna hefur í nógu að snúast í móðurhlutverkinu en hún á tvo stráka sem eru tveggja ára og fjögurra mánaða. Ásamt því vinnur hún að nýju barnaefni ásamt Lindu Ásgeirsdóttur. "Við erum að fara að gefa það út barnaefni í október en það er unnið í samstarfi við Húsdýragarðinn og er ætlað fyrir yngstu kynslóðina. Þetta er myndband þar sem dýrin eru kynnt og er öll tónlistin í því endurgerð af gömlum leikskóla- og vísnalögum og allt er þetta sett í barnvænan búning. Eftir að ég átti fyrri strákinn minn sá ég hvað mikið vantaði af uppbyggilegu íslensku barnaefni fyrir þau allra yngstu. Ég vona því að þetta framtak sé kærkomið á markaðinn," segir hún. halldora@frettabladid.is
Matur Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“