Hrekkjavökubúningar sem hneyksluðu Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. október 2025 15:40 Þegar maður velur sér hrekkjavökubúning er gott að velta fyrir sér hvort hann sé niðrandi, ósæmilegur eða særandi fyrir einhvern annan. Hrekkjavaka hefur á síðustu árum orðið gríðarvinsæl hátíð hérlendis og margir á leið í búningapartý í kvöld. Vanda þarf þó búningavalið því sumir búningar þykja óviðeigandi eða ósæmilegir. Vísir rifjar upp tíu skipti þegar þekktir einstaklingar klæddu sig upp í hrekkjavökubúninga sem þóttu of ögrandi eða óviðeigandi. Þar kennir ýmissa grasa, allt frá ónærgætni í garð látinna til menningarnáms. „Konunglegur nasisti“ Einn búningur sem hefur þótt ósæmilegur alveg frá Seinni heimsstyrjöld er nasistabúningurinn. Nasistar eru skiljanlega illa liðnir í ljósi sögunnar og er það ætíð jafn illa séð þegar fólk klæðir sig í búninga þeirra, þó það sé bara fyrir hrekkjavökuna. Að sama skapi eru alltaf einhverjir sprelligosar sem finnst gaman að ögra og merkja sig hakakrossinum eða Hitler-mottunni á hrekkjavöku. Einn sem gerði þau afdrifaríku mistök að klæða sig upp í búning nasista var tvítugur Harry Bretaprins. Myndir af Harry með hakakross-armbandið fóru í fjölmiðla um allan heim.Getty Tilefnið var reyndar ekki hrekkjavaka heldur afmælisveisla með „Nýlendu og frumbyggja“-þema í byrjun árs 2005. Harry var þar klæddur í búning „Afrika Korps“ sem voru sveitir nasista í Afríku. Búningurinn olli mikilli hneykslan og var fjallað um málið í fjölmiðlum um allan heim. Í viðtali fyrir 21 árs afmæli sitt baðst prinsinn afsökunar og sagðist hafa lært sína lexíu. Appelsínugulur er hinn nýi svarti Eitt sem þótti ekkert tiltökumál á árum áður var að klæða sig upp sem persóna eða karakter af öðru litarhafti og fara alla leið. Áratugagamlar öskudagsmyndir af ömmum og öfum innihalda oft urmul af fólki sem hefur málað sig brúnt eða svart í framan. Slíkt þykir niðrandi og rasískt í dag, sérstaklega í ljósi erfiðrar sögu „blackface“-notkunar þar sem hvítir skemmtikraftar á 19. öld og fyrri hluta þeirrar 20. máluðu sig svarta til að hæðast að hörundsdökkum. Reglulega skýtur þó upp kollinum fólk sem virðist ekki gera sér grein fyrir því hve óviðeigandi og taktlaust það er að mála sig upp sem einhver af öðrum kynþætti. Vinahópur Hough mættu í stíl en hún ein málaði sig svarta í framan. Dansarinnn og leikkonan Julianne Hough, sem er þekktust fyrir leik sinn í rokkmyndinni Rock of Ages (2012), gerðist sek um slíkt þegar hún mætti í hrekkjavökuteiti í Beverly Hills árið 2013. Hough var þá klædd sem persónan Suzanne „Crazy Eyes“ úr sjónvarpsþáttunum Orange is the New Black sem þá voru geysivinsælir. Hough var í appelsínugulum fangelsisgalla og hafði málað sig brúna í framan og fléttað á sér hárið. Búningurinn olli töluverðu fjaðrafoki og höfðu gestir teitisins greinilega orð á búningnum því á leið út úr partýinu hafði Hough skolað af sér málninguna og baðst í kjölfarið afsökunar. Tveimur árum fyrr hafði leikarinn Colton Haynes farið svipaða leið í búningavali þegar hann mætti sem Kanye West. Hann baðst afsökunar en virtist þó ekki læra sína lexíu því ári síðar mætti hann á hrekkjavökuna sem Gandhi brúnmálaður frá toppi til táar. Sumir kunna ekki að skammast sín. Colton Haynes sem Gandhi og Kanye West. Vinirnir mættu sem talíbanar Það var eitthvað í vatninu þarna í Hollywood á eftirhrunsárunum því tónlistarmaðurinn Chris Brown mætti í hrekkjavökuteiti Rihönnu árið 2012 klæddur sem talíbani. Brown var ekki einn á ferð heldur mætti allur vinahópurinn í svipuðum búningum með sprengjuvesti og dóta-hríðskotariffla og birt Brown mynd af þeim saman á Instagram. Brown og félagar vopnaðir gervibyssum. Talíbanar eru súnní-íslömsk hryðjuverkasamtök og pastúnsk þjóðernishreyfing sem hefur ríkt yfir stærstum hluta Afganistans frá ágúst 2021 og var þar áður við völd í Afganistan frá 1996 til 2001. Skiljanlega fór búningurinn því fyrir brjóstið á fólki. Brown eyddi síðar myndinni af Instagram-síðu sinni en svaraði aldrei fyrir búninginn. Móðir hans tók þó upp hanskann fyrir son sinn og tvítaði því að hrekkjavakan væri einungis til skemmtunar og fólk ætti að fá sér líf. Indjáni og pílagrímur Gegnum tíðina hefur indjánabúningur verið sígildur bæði hjá fullorðnum og börnum. Íslendingar þekkja indjána fyrst og fremst úr kúrekamyndum en þeir eru auðvitað miklu meira en það verandi frumbyggjar Ameríku. Walsh og Duff árið 2016.Getty Slíkur búningur er kannski ekki á eins gráu svæði og það að mála sig brúnan í framan til að þykjast vera annar kynþáttur en þykir samt ósmekklegt dæmi um menningarnám og staðalímyndir. Disney-stjarnan Hillary Duff og þáverandi kærasti hennar, leikarinn Jason Walsh, mættu sem indjáni og pílagrímur á hrekkjavökuna árið 2016. Uppátækið var harðlega gagnrýnt fyrir að viðhalda staðalímyndum og gera lítið úr þjóðarmorði á indjánum í Ameríku. „Mér þykir svo leitt að ég hafi móðgað fólk með búningnum mínum. Hann var ekki nægilega úthugsaður,“ skrifaði Duff í færslu á X. Walsh tók í svipaðan streng á Instagram og sagðist bera mikla virðingu fyrir frumbyggjum Ameríku. Eskimói Kylie varð að snjóprinsessu Annar hópur frumbyggja sem hefur mátt þola uppnefni og niðrandi staðalímyndir eru inúitar og yupik-fólk, frumbyggjar Norður-Ameríku á norðurslóðum í Alaska, Kanada og á Grænlandi. Búningur Kylie fyrir sléttum tíu árum. Lengi vel voru þessir tveir hópar flokkaðir saman og kallaðir Eskimóar. Slíkt þykir niðrandi og hefur notkun hugtaksins nánast lagst af þó það sé enn notað sums staðar. Ekki eru þó allir meðvitaðir um niðrandi merkingu hugtaksins og árið 2015 birti Kylie Jenner mynd af sér í snjógalla á Instagram og skrifaði „eskimói“ við hana. Eftir að fólk lýsti yfir óánægju með búninginn og hugtakanotkun Jenner breytti hún testa færslunnar í „Snjóprinsessa“. Mætti með vinkonurnar í bandi Mörgum árum áður en Jenner þóttist vera inúiti þá mætti hálfsystir hennar, Khloé Kardashian, með vinkonum sínum, tvíburunum Maliku og Khadijuh Haqq og systrunum Meagan og La'Myiu Good, í vægast sagt undarlegum búningum. Khloé Kardashian með vinkonum sínum árið 2003.Getty Khloe átti þar greinilega að vera melludólgur og var með vinkonurnar fjórar í bandi sem vændiskonur. Kardashian-systurnar voru þá ekki enn orðnar frægar svo það fór ekkert sérlega mikið fyrir búningunum. Eftir á að hyggja líta þeir hins vegar vægast sagt illa út. Hakakross-bolur Vicious og Nancy Það er sömuleiðis sígilt að klæða sig sem einhver frægur einstaklingur. Hjónin Harry Hamlin leikari og Lisa Rinna raunveruleikastjarna fóru þá leið á hrekkjavökunni árið 2015 og mættu sem pönkrokkarinn Sid Vicious og kærasta hans, Nancy Spungen. Hamlin og Rinna í búningum sínum.Getty Búningavalið olli hneykslan sökum þess að Hamlin klæddist bol merktum hakakrossi líkt og Vicious gerði á sínum tíma á áttunda áratugnum. Rinna baðst afsökunar og sagði hjónin ekki hafa ætlað að særa fólk heldur vera sönn persónunum tveimur. Búningavalið þótti sömuleiðis heldur djarft vegna þess hvernig fór fyrir Spungen og Vicious. Eftir að hafa átt í stuttu sambandi sem einkenndist af mikilli heróínneyslu og geðsveiflum þá var Nancy stungin til bana á hótelherbergi í október 1978. Sid var lengi grunaður um morðið, játaði að hafa drepið hana en dró játninguna svo til baka og var sleppt úr haldi en dó skömmu síðar úr ofskömmtun. Mætti sem doktor sakaður um nauðgum Breska tónlistarkonan Lily Allen, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið vegna nýjustu plötu sinnar West End Girl, hefur verið dugleg að skandalísera gegnum tíðina. Árið 2014 mætti Allen í hrekkjavökuteiti til leikkonunnar Kate Hudson klædd sem kvensjúkdómalæknirinn Dr. Luke. Allen sem kynsjúkdómalæknirinn Dr. Luke. Búningurinn var greinilega vísun í pródúsentinn Dr. Luke sem hafði skömmu fyrr verið sakaður um nauðgun af tónlistarkonunni Keshu. Þó var ekki ljóst hvort Allen væri að hæðast að Luke, styðja Keshu eða gera lítið úr málinu með búningnum. Í öllu falli þótti mörgum búningavalið ósmekklegt og gera lítið úr viðkvæmu máli. Blóðug Kennedy Við endum á nýjasta búningnum sem hefur þegar vakið dálítið umtal. Leikkonan Julia Fox mætti í hrekkjavökuteiti í gær sem forsetafrúin Jackie Kennedy. Julia Fox sem Jackie Kennedy.Getty Fox lét þó ekki nægja að klæða sig upp einfaldlega sem Kennedy heldur var hún klædd í sambærileg föt og Jackie var klædd í þann 22. nóvember 1963 þegar eiginmaður hennar, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti, var skotinn til bana. Búningurinn samanstendur af bleikri ullardragt, bleiku pilsi, leðurhönskum og hatti auk gerviblóðs sem á þá að vera blóðið sem spýttist úr Kennedy eftir að hann var skotinn í Dallas. Hrekkjavaka Bandaríkin Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Sjá meira
Vísir rifjar upp tíu skipti þegar þekktir einstaklingar klæddu sig upp í hrekkjavökubúninga sem þóttu of ögrandi eða óviðeigandi. Þar kennir ýmissa grasa, allt frá ónærgætni í garð látinna til menningarnáms. „Konunglegur nasisti“ Einn búningur sem hefur þótt ósæmilegur alveg frá Seinni heimsstyrjöld er nasistabúningurinn. Nasistar eru skiljanlega illa liðnir í ljósi sögunnar og er það ætíð jafn illa séð þegar fólk klæðir sig í búninga þeirra, þó það sé bara fyrir hrekkjavökuna. Að sama skapi eru alltaf einhverjir sprelligosar sem finnst gaman að ögra og merkja sig hakakrossinum eða Hitler-mottunni á hrekkjavöku. Einn sem gerði þau afdrifaríku mistök að klæða sig upp í búning nasista var tvítugur Harry Bretaprins. Myndir af Harry með hakakross-armbandið fóru í fjölmiðla um allan heim.Getty Tilefnið var reyndar ekki hrekkjavaka heldur afmælisveisla með „Nýlendu og frumbyggja“-þema í byrjun árs 2005. Harry var þar klæddur í búning „Afrika Korps“ sem voru sveitir nasista í Afríku. Búningurinn olli mikilli hneykslan og var fjallað um málið í fjölmiðlum um allan heim. Í viðtali fyrir 21 árs afmæli sitt baðst prinsinn afsökunar og sagðist hafa lært sína lexíu. Appelsínugulur er hinn nýi svarti Eitt sem þótti ekkert tiltökumál á árum áður var að klæða sig upp sem persóna eða karakter af öðru litarhafti og fara alla leið. Áratugagamlar öskudagsmyndir af ömmum og öfum innihalda oft urmul af fólki sem hefur málað sig brúnt eða svart í framan. Slíkt þykir niðrandi og rasískt í dag, sérstaklega í ljósi erfiðrar sögu „blackface“-notkunar þar sem hvítir skemmtikraftar á 19. öld og fyrri hluta þeirrar 20. máluðu sig svarta til að hæðast að hörundsdökkum. Reglulega skýtur þó upp kollinum fólk sem virðist ekki gera sér grein fyrir því hve óviðeigandi og taktlaust það er að mála sig upp sem einhver af öðrum kynþætti. Vinahópur Hough mættu í stíl en hún ein málaði sig svarta í framan. Dansarinnn og leikkonan Julianne Hough, sem er þekktust fyrir leik sinn í rokkmyndinni Rock of Ages (2012), gerðist sek um slíkt þegar hún mætti í hrekkjavökuteiti í Beverly Hills árið 2013. Hough var þá klædd sem persónan Suzanne „Crazy Eyes“ úr sjónvarpsþáttunum Orange is the New Black sem þá voru geysivinsælir. Hough var í appelsínugulum fangelsisgalla og hafði málað sig brúna í framan og fléttað á sér hárið. Búningurinn olli töluverðu fjaðrafoki og höfðu gestir teitisins greinilega orð á búningnum því á leið út úr partýinu hafði Hough skolað af sér málninguna og baðst í kjölfarið afsökunar. Tveimur árum fyrr hafði leikarinn Colton Haynes farið svipaða leið í búningavali þegar hann mætti sem Kanye West. Hann baðst afsökunar en virtist þó ekki læra sína lexíu því ári síðar mætti hann á hrekkjavökuna sem Gandhi brúnmálaður frá toppi til táar. Sumir kunna ekki að skammast sín. Colton Haynes sem Gandhi og Kanye West. Vinirnir mættu sem talíbanar Það var eitthvað í vatninu þarna í Hollywood á eftirhrunsárunum því tónlistarmaðurinn Chris Brown mætti í hrekkjavökuteiti Rihönnu árið 2012 klæddur sem talíbani. Brown var ekki einn á ferð heldur mætti allur vinahópurinn í svipuðum búningum með sprengjuvesti og dóta-hríðskotariffla og birt Brown mynd af þeim saman á Instagram. Brown og félagar vopnaðir gervibyssum. Talíbanar eru súnní-íslömsk hryðjuverkasamtök og pastúnsk þjóðernishreyfing sem hefur ríkt yfir stærstum hluta Afganistans frá ágúst 2021 og var þar áður við völd í Afganistan frá 1996 til 2001. Skiljanlega fór búningurinn því fyrir brjóstið á fólki. Brown eyddi síðar myndinni af Instagram-síðu sinni en svaraði aldrei fyrir búninginn. Móðir hans tók þó upp hanskann fyrir son sinn og tvítaði því að hrekkjavakan væri einungis til skemmtunar og fólk ætti að fá sér líf. Indjáni og pílagrímur Gegnum tíðina hefur indjánabúningur verið sígildur bæði hjá fullorðnum og börnum. Íslendingar þekkja indjána fyrst og fremst úr kúrekamyndum en þeir eru auðvitað miklu meira en það verandi frumbyggjar Ameríku. Walsh og Duff árið 2016.Getty Slíkur búningur er kannski ekki á eins gráu svæði og það að mála sig brúnan í framan til að þykjast vera annar kynþáttur en þykir samt ósmekklegt dæmi um menningarnám og staðalímyndir. Disney-stjarnan Hillary Duff og þáverandi kærasti hennar, leikarinn Jason Walsh, mættu sem indjáni og pílagrímur á hrekkjavökuna árið 2016. Uppátækið var harðlega gagnrýnt fyrir að viðhalda staðalímyndum og gera lítið úr þjóðarmorði á indjánum í Ameríku. „Mér þykir svo leitt að ég hafi móðgað fólk með búningnum mínum. Hann var ekki nægilega úthugsaður,“ skrifaði Duff í færslu á X. Walsh tók í svipaðan streng á Instagram og sagðist bera mikla virðingu fyrir frumbyggjum Ameríku. Eskimói Kylie varð að snjóprinsessu Annar hópur frumbyggja sem hefur mátt þola uppnefni og niðrandi staðalímyndir eru inúitar og yupik-fólk, frumbyggjar Norður-Ameríku á norðurslóðum í Alaska, Kanada og á Grænlandi. Búningur Kylie fyrir sléttum tíu árum. Lengi vel voru þessir tveir hópar flokkaðir saman og kallaðir Eskimóar. Slíkt þykir niðrandi og hefur notkun hugtaksins nánast lagst af þó það sé enn notað sums staðar. Ekki eru þó allir meðvitaðir um niðrandi merkingu hugtaksins og árið 2015 birti Kylie Jenner mynd af sér í snjógalla á Instagram og skrifaði „eskimói“ við hana. Eftir að fólk lýsti yfir óánægju með búninginn og hugtakanotkun Jenner breytti hún testa færslunnar í „Snjóprinsessa“. Mætti með vinkonurnar í bandi Mörgum árum áður en Jenner þóttist vera inúiti þá mætti hálfsystir hennar, Khloé Kardashian, með vinkonum sínum, tvíburunum Maliku og Khadijuh Haqq og systrunum Meagan og La'Myiu Good, í vægast sagt undarlegum búningum. Khloé Kardashian með vinkonum sínum árið 2003.Getty Khloe átti þar greinilega að vera melludólgur og var með vinkonurnar fjórar í bandi sem vændiskonur. Kardashian-systurnar voru þá ekki enn orðnar frægar svo það fór ekkert sérlega mikið fyrir búningunum. Eftir á að hyggja líta þeir hins vegar vægast sagt illa út. Hakakross-bolur Vicious og Nancy Það er sömuleiðis sígilt að klæða sig sem einhver frægur einstaklingur. Hjónin Harry Hamlin leikari og Lisa Rinna raunveruleikastjarna fóru þá leið á hrekkjavökunni árið 2015 og mættu sem pönkrokkarinn Sid Vicious og kærasta hans, Nancy Spungen. Hamlin og Rinna í búningum sínum.Getty Búningavalið olli hneykslan sökum þess að Hamlin klæddist bol merktum hakakrossi líkt og Vicious gerði á sínum tíma á áttunda áratugnum. Rinna baðst afsökunar og sagði hjónin ekki hafa ætlað að særa fólk heldur vera sönn persónunum tveimur. Búningavalið þótti sömuleiðis heldur djarft vegna þess hvernig fór fyrir Spungen og Vicious. Eftir að hafa átt í stuttu sambandi sem einkenndist af mikilli heróínneyslu og geðsveiflum þá var Nancy stungin til bana á hótelherbergi í október 1978. Sid var lengi grunaður um morðið, játaði að hafa drepið hana en dró játninguna svo til baka og var sleppt úr haldi en dó skömmu síðar úr ofskömmtun. Mætti sem doktor sakaður um nauðgum Breska tónlistarkonan Lily Allen, sem hefur verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið vegna nýjustu plötu sinnar West End Girl, hefur verið dugleg að skandalísera gegnum tíðina. Árið 2014 mætti Allen í hrekkjavökuteiti til leikkonunnar Kate Hudson klædd sem kvensjúkdómalæknirinn Dr. Luke. Allen sem kynsjúkdómalæknirinn Dr. Luke. Búningurinn var greinilega vísun í pródúsentinn Dr. Luke sem hafði skömmu fyrr verið sakaður um nauðgun af tónlistarkonunni Keshu. Þó var ekki ljóst hvort Allen væri að hæðast að Luke, styðja Keshu eða gera lítið úr málinu með búningnum. Í öllu falli þótti mörgum búningavalið ósmekklegt og gera lítið úr viðkvæmu máli. Blóðug Kennedy Við endum á nýjasta búningnum sem hefur þegar vakið dálítið umtal. Leikkonan Julia Fox mætti í hrekkjavökuteiti í gær sem forsetafrúin Jackie Kennedy. Julia Fox sem Jackie Kennedy.Getty Fox lét þó ekki nægja að klæða sig upp einfaldlega sem Kennedy heldur var hún klædd í sambærileg föt og Jackie var klædd í þann 22. nóvember 1963 þegar eiginmaður hennar, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti, var skotinn til bana. Búningurinn samanstendur af bleikri ullardragt, bleiku pilsi, leðurhönskum og hatti auk gerviblóðs sem á þá að vera blóðið sem spýttist úr Kennedy eftir að hann var skotinn í Dallas.
Hrekkjavaka Bandaríkin Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Sjá meira