Liza Marklund til Íslands 18. ágúst 2004 00:01 Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði. Rithöfundurinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfurinn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska sendirráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudaginn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Lesendum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vilhjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýðandi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofnaði Anna Ara útgáfu og tryggði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Marklund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsóknum frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin segir frá aðdragandanum þess að konan varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. "Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín," segir Anna R. Ingólfsdóttir. "Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski menntamálaráðherran breytti fjölmiðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi." Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði. Rithöfundurinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfurinn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska sendirráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudaginn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Lesendum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vilhjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýðandi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofnaði Anna Ara útgáfu og tryggði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Marklund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsóknum frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin segir frá aðdragandanum þess að konan varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. "Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín," segir Anna R. Ingólfsdóttir. "Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski menntamálaráðherran breytti fjölmiðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi." Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum.
Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp