Afsveinast í Kanada 23. ágúst 2004 00:01 Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada. Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada.
Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira