Afsveinast í Kanada 23. ágúst 2004 00:01 Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada. Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Erlendur Eiríksson leikari hefur unnið stórskrýtið verkefni með Róbert Douglas undanfarið ár en þeir félagarnir notuðu frumlegar aðferðir við gerð heimildarmyndarinnar Mjóddin. Í vikunni varð ljóst að myndin kæmist inn í flokk sérstaklega útvaldra mynda á Toronto International Film Festival, eina stærstu kvikmyndahátíð heims. Skiljanlega vakti það mikla lukku meðal aðstandenda og hyggst nú Erlendur sækja sína fyrstu hátíð af þessu tagi. "Ég afsveinast í jómfrúarferð minni til Kanada og er orðinn mjög spenntur," segir Erlendur sem í myndinni þekkist undir nafninu Elli. Reyndar er það persóna sem þeir Róbert bjuggu til og ekki alveg í samræmi við persónuleika Erlendar. Myndin fjallar um líf og starf í verslunarkjarnanum Mjóddinni en framtíðardraumar starfsfólksins liggja langt út fyrir veggi hennar. Erlendur brá sér í hlutverk Ella við gerð myndarinnar og var ráðinn inn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Svæðisfélagsins, fyrirtækisins sem sér um Mjóddina. Þar hafa þeir Róbert haldið sig í heilt ár og kynnst samfélaginu sem Erlendur líkir við lítið þorp inni í miðri borg. "Þetta var aðferðaleikur frá helvíti að vera svona karakter í heilt ár. Starfsfólkið í Mjóddinni vissi að Róbert væri að gera heimildarmynd um verslunarkjarnann en auðvitað ekki að ég væri í leikhlutverki. Það þekkti mig ekki nokkur sála þó ég væri á sama tíma að leika í Rómeó og Júlíu, meikið í leiksýningunni kom í veg fyrir það. Fólkið hafði misjafna trú á að aðstoðarframkvæmdastjórinn Elli gæti orðið fyrirsæta, leikari og söngvari, líkt og hann dreymdi um en margir voru í svipuðum sporum. Allir virtust eiga það sameiginlegt að starfa tímabundið í Mjóddinni og ætla sér svo að fara í leiklistarnám, ljósmyndun eða slíkt, ein stelpa í dýrabúðinni ætlaði sér til dæmis að setja Íslandsmet í kraftlyftingum." Erlendur segir allt sem gerðist í myndinni hafa verið óvænt. "Það var ekki hægt að sjá fyrir hvernig þetta tækist." Nú veltir hann því fyrir sér hvernig best er að vekja athygli á sér á Toronto hátíðinni. "Ætli ég fari ekki smóking en liti svo hárið fjólublátt. Annars hef ég mikla trú á þessari mynd, við höfum fengið ofboðslega jákvæða svörun frá þeim sem hafa séð hana." Róbert Douglas er um þessar mundir að taka upp myndina Strákarnir okkar en þar fer Erlendur einnig með hlutverk. Óvíst er hvar og hvenær Mjóddin kemur landanum fyrir sjónir en það mun eflaust koma í ljós eftir kvikmyndahátíðina stóru í Kanada.
Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira