Hið sérstaka í skápnum 25. ágúst 2004 00:01 "Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com. Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com.
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira