Iðnaðarmenn í sólskini 25. ágúst 2004 00:01 Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu." Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu."
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira