Draumabíllinn 27. ágúst 2004 00:01 "Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri! Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri!
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira