Á sveppaveiðum 2. september 2004 00:01 "Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Ágúst segir að skógarsveppirnir séu það sem fólk er að tína hér heima. "Það eru aðallega furusveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna," bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. "Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg," segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru einfaldlega steiktir í smjöri og hvítlauk. "Þá eru þeir góðir í eggjakökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt." Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. "Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir." Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrjendur að fá leiðsögn í sveppatínslunni. "Það er til ágætis sveppahandbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim." Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. "Ég fer ekki í sveppatínslu heldur á sveppaveiðar," segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum. Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Ágúst segir að skógarsveppirnir séu það sem fólk er að tína hér heima. "Það eru aðallega furusveppir og lerkisveppir og þeir sem eru lengra komnir fara í kantarellurnar og kóngssveppina. Það er að segja ef það veit hvar þá er að finna," bætir hann við, hlær leyndardómsfullur og harðneitar að gefa upp staðsetningar. "Ég get upplýst að þeir eru helst í gömlu skóglendi. En allir þessir sveppir hafa í sér svo mikið bragð af skógi, ekki síst kóngssveppurinn, það er bara eins og að borða skóg," segir hann hlæjandi. Ágúst matreiðir sveppina á margvíslegan hátt og segir þá alla jafn ljúffenga þegar þeir eru einfaldlega steiktir í smjöri og hvítlauk. "Þá eru þeir góðir í eggjakökur og pasta og hægt að búa til úr þeim rjómasósur svo eitthvað sé nefnt." Hann mælir þó ekki með að þeir séu notaðir hráir. "Það eru ekki bara mennirnir sem elska sveppi, flugurnar verpa í þá þannig að helst vill maður steikja þá. Hægt er að geyma þá í frysti eftir að þeir hafa verið steiktir eða léttsoðnir." Það eru til sveppir á Íslandi sem hafa létt eitrunaráhrif þannig að Ágúst segir vissara fyrir byrjendur að fá leiðsögn í sveppatínslunni. "Það er til ágætis sveppahandbók sem gott er að hafa til leiðsagnar svo fólk sé ekki að taka neina sénsa. Furusveppina og lerkisveppina er maður alveg öruggur með og gott að byrja á þeim." Ágúst fær sérstakt glimt í augað þegar hann talar um sveppatínsluferðirnar og segist fá útrás fyrir veiðieðlið þegar hann tínir sveppi. "Ég fer ekki í sveppatínslu heldur á sveppaveiðar," segir hann og skellir upp úr. Sveppi er hægt að tína fram að fyrstu frostum.
Matur Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira