Lipur borgarbíll 3. september 2004 00:01 Kia Cerato er fjölskyldubíll af minni gerðinni eða smábíll af stærri gerðinni eftir því hvernig er á málin litið, bíll í svipuðum stærðarflokki og til dæmis Toyota Corolla og Volkswagen Golf. Bíllinn fæst í tveimur útfærslum, fimm dyra og fjögurra dyra með skotti. Báðir bílar fást bæði beinskiptir og sjálfskiptir og á næsta ári er væntanlegur dísilbíll. Bíllinn sem ekinn var til reynslu var fimm dyra og sjálfskiptur. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í bílinn eru sætin. Þau eru stíf og halda vel við en nánast ekkert löguð að líkamanum eins og algengast er. Þetta gerir að verkum að bíllinn getur hentað vel stóru og sveru fólki sem hreinlega passar ekki í sæti á mörgum bílum. Sætin eru engu að síður ágætlega þægileg, að minnsta kosti á styttri vegalengdum. Bíllinn er allur hinn þægilegasti í viðmóti, stýrið er lipurt og beygjuradíusinn ágætur þannig að að akstur innanbæjar var í alla staði góður. Sömuleiðis var gott að aka honum á malbikuðum þjóðvegi og hann fór áreynslulaust upp í hámarkshraða á vegum og vel fór um alla á þeim hraða. Þegar á mölina var komið reyndist hann þó eilítið lausari í rásinni en þægilegt má teljast. Innréttingar eru einfaldar og aðgengilegar. Þar er ekkert prjál en allt sem mann vanhagar um. Stýrið er þægilegt, hiti er í framsætum sem einnig eru hæðarstillanleg og í honum er að finna hólf og glasahaldara eins og tíðkast. Í bílnum eru líka hlutir sem ekki endilega eru staðalbúnaður í bílum, eins og álfelgur og rafmagnsinnstunga í farangursrými. Kia Cerato er bíll með öllu því sem til er ætlast, loftpúðum, diskabremsum og spólvörn, svo nefnd séu öryggisatriði. Þrátt fyrir þetta er verðið mjög hagstætt. Þetta er því bíll sem óhætt er að mæla með fyrir borgarbúa, allt upp í litlar fjölskyldur, sem kjósa að verja ekki miklu fé í bifreiðir og ekki er ástæða til annars en að ætla að kaupin séu góð miðað við reynsluna af þeim Kia-bílum sem hafa verið lengur á markaði en Kia Cerato. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kia Cerato er fjölskyldubíll af minni gerðinni eða smábíll af stærri gerðinni eftir því hvernig er á málin litið, bíll í svipuðum stærðarflokki og til dæmis Toyota Corolla og Volkswagen Golf. Bíllinn fæst í tveimur útfærslum, fimm dyra og fjögurra dyra með skotti. Báðir bílar fást bæði beinskiptir og sjálfskiptir og á næsta ári er væntanlegur dísilbíll. Bíllinn sem ekinn var til reynslu var fimm dyra og sjálfskiptur. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í bílinn eru sætin. Þau eru stíf og halda vel við en nánast ekkert löguð að líkamanum eins og algengast er. Þetta gerir að verkum að bíllinn getur hentað vel stóru og sveru fólki sem hreinlega passar ekki í sæti á mörgum bílum. Sætin eru engu að síður ágætlega þægileg, að minnsta kosti á styttri vegalengdum. Bíllinn er allur hinn þægilegasti í viðmóti, stýrið er lipurt og beygjuradíusinn ágætur þannig að að akstur innanbæjar var í alla staði góður. Sömuleiðis var gott að aka honum á malbikuðum þjóðvegi og hann fór áreynslulaust upp í hámarkshraða á vegum og vel fór um alla á þeim hraða. Þegar á mölina var komið reyndist hann þó eilítið lausari í rásinni en þægilegt má teljast. Innréttingar eru einfaldar og aðgengilegar. Þar er ekkert prjál en allt sem mann vanhagar um. Stýrið er þægilegt, hiti er í framsætum sem einnig eru hæðarstillanleg og í honum er að finna hólf og glasahaldara eins og tíðkast. Í bílnum eru líka hlutir sem ekki endilega eru staðalbúnaður í bílum, eins og álfelgur og rafmagnsinnstunga í farangursrými. Kia Cerato er bíll með öllu því sem til er ætlast, loftpúðum, diskabremsum og spólvörn, svo nefnd séu öryggisatriði. Þrátt fyrir þetta er verðið mjög hagstætt. Þetta er því bíll sem óhætt er að mæla með fyrir borgarbúa, allt upp í litlar fjölskyldur, sem kjósa að verja ekki miklu fé í bifreiðir og ekki er ástæða til annars en að ætla að kaupin séu góð miðað við reynsluna af þeim Kia-bílum sem hafa verið lengur á markaði en Kia Cerato.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira