Golf 4MOTION 3. september 2004 00:01 Fjórhjóladrif er nú komið í Volkswagen Golf og er hann fáanlegur með tveimur gerðum dísilvéla búinn 4MOTION fjórhjóladrifi og rafeindastýrðu Haldex-gengi. Einnig er hann fáanlegur sídrifinn með 105 hestafla og 140 hestafla TDI-dísilvélum með öflugu togi. Síðar verður hægt að fá 4MOTION drif með 2 lítra bensínvélinni með beinni innspýtingu. Þessi fjórhjóladrifstækni var fyrst kynnt í Golf árið 1998 og hefur síðan verið notuð í á annað hundrað þúsund bílum. Önnur kynslóð hefur verið endurhönnuð með tilliti til auðvelds viðhalds, þjonustutíðni og hávaða. Fjórhjóladrif kemur sér einkum vel á blautum vegum og í hálku og snjó. Tog vélarinnar er lagað að yfirborði vegarins og hægt er að dreifa því á breytilegan hátt á öll hjólin fjögur með 4MOTION. Hinn nýi Golf getur dregið allt að 1800 kílóa byrði í 8% halla, og allt að 1500 kíló í 12% halla. Allar gerðir VW Golf koma til landsins búnar hlífðarplötu undir vél sem verndar bæði vélina og undirvanginn gegn grjóti og hlutum sem kastast upp frá veginum. Golfinn hér á landi er einnig með stinnari fjöðrun sem þýðir 20mm meiri vegfríhæð en annars. Golf TDI 4MOTION hefur sem staðalbúnað sex gíra gírkassa og sérhannaðan gírstangarhnúð. Hægt er að fá hann með þrenns konar búnaði, Trendline, Comfortline og Sportline. Almenn sala á Golf TDI 4MOTION hófst í Þýskalandi í ágúst en þriðja gerðin með bensínvél og beinni innspýtingu kemur svo á markað næstkomandi haust. Bílar Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjórhjóladrif er nú komið í Volkswagen Golf og er hann fáanlegur með tveimur gerðum dísilvéla búinn 4MOTION fjórhjóladrifi og rafeindastýrðu Haldex-gengi. Einnig er hann fáanlegur sídrifinn með 105 hestafla og 140 hestafla TDI-dísilvélum með öflugu togi. Síðar verður hægt að fá 4MOTION drif með 2 lítra bensínvélinni með beinni innspýtingu. Þessi fjórhjóladrifstækni var fyrst kynnt í Golf árið 1998 og hefur síðan verið notuð í á annað hundrað þúsund bílum. Önnur kynslóð hefur verið endurhönnuð með tilliti til auðvelds viðhalds, þjonustutíðni og hávaða. Fjórhjóladrif kemur sér einkum vel á blautum vegum og í hálku og snjó. Tog vélarinnar er lagað að yfirborði vegarins og hægt er að dreifa því á breytilegan hátt á öll hjólin fjögur með 4MOTION. Hinn nýi Golf getur dregið allt að 1800 kílóa byrði í 8% halla, og allt að 1500 kíló í 12% halla. Allar gerðir VW Golf koma til landsins búnar hlífðarplötu undir vél sem verndar bæði vélina og undirvanginn gegn grjóti og hlutum sem kastast upp frá veginum. Golfinn hér á landi er einnig með stinnari fjöðrun sem þýðir 20mm meiri vegfríhæð en annars. Golf TDI 4MOTION hefur sem staðalbúnað sex gíra gírkassa og sérhannaðan gírstangarhnúð. Hægt er að fá hann með þrenns konar búnaði, Trendline, Comfortline og Sportline. Almenn sala á Golf TDI 4MOTION hófst í Þýskalandi í ágúst en þriðja gerðin með bensínvél og beinni innspýtingu kemur svo á markað næstkomandi haust.
Bílar Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira