Bragðast vel með kjöti 19. september 2004 00:01 Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifsberjahlaup og ekki síður hollt. Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragðið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun. Þeir sem vilja spreyta sig á gerð reyniberjahlaups fá hér pottþétta uppskrift frá Karli hinum sænska Petersson. Reyniberjahlaup 2 lítrar reyniber 500 gr epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni) 7 og 1/2 dl vatn 9 dl sykur á móti 1 l af saft Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15-20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt. Matur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifsberjahlaup og ekki síður hollt. Yfirleitt eru það örlög reyniberja að verða fæða fuglanna en þó ekki fyrr en þau hafa frosið því þá breytist nefnilega bragðið til hins betra. Auðvitað þurfum við ekki að bíða eftir frostnótt eins og fuglarnir heldur getum tínt berin hvenær sem er og sett þau í frysti fyrir notkun. Þeir sem vilja spreyta sig á gerð reyniberjahlaups fá hér pottþétta uppskrift frá Karli hinum sænska Petersson. Reyniberjahlaup 2 lítrar reyniber 500 gr epli (jónagold eru bragðmikil og rík af hlaupefni) 7 og 1/2 dl vatn 9 dl sykur á móti 1 l af saft Vatnið er sett fyrst í pottinn og látið sjóða. Berin eru sett út í með stilkunum og eplin skorin gróflega niður. Nauðsynlegt er að kjarnahúsin séu höfð með, hleypisins vegna, ásamt hýðinu. Allt látið sjóða rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til allt er komið í mauk. Nota má kartöflupressu til að allt fari í smátt. Hellt á þétta síu, til dæmis hreina diskaþurrku og lögurinn látinn renna í ílát. Hann er síðan mældur og 9 dl af sykri settur í hann á móti hverjum lítra af leginum. Soðið aftur við hægan eld í 15-20 mínútur eða þar til dropi stífnar á kaldri skeið. Áríðandi er að krukkurnar séu hreinar og heitar þegar hlaupinu er hellt í. Lokið er sett á meðan það er heitt.
Matur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira