Raggi Bjarna sjötugur 22. september 2004 00:01 Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig. Ragnar Bjarnason þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur rödd hans hljómað í eyrum hennar. Það var ljóst strax á unglingsárum hvaða starf hann myndi leggja fyrir sig, enda er nú svo komið að hann heldur upp á 50 ára söngafmæli. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjöldskyldunnar, en hann segir að dóttur sín ætli að halda veislu fyrir gamla manninn, en á laugardag verður söngveisla á Broadway. Raggi segir að þar verði allir sem koma að disknum sem út kemur í október og allir muni þar gleðjast með sér. Um 40 manns koma að nýju plötunni hans Ragnars, úrvalslið að hans sögn enda er hann alsæll með árangurinn. Það lítur reyndar út fyrir að uppselt verði á söngafmælið á laugardag og er því strax farið að tala um framhaldsafmæli 1. október og Ragnar segist til í það, því þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur er hann ekkert að gefa eftir. Hann segir að það losni enginn við sig, enda hafi hann eins gaman af söngnum og fyrir 50 árum og á meðan guð gefi að hann haldi röddinni þá haldi hann áfram. Á löngum ferli, hefur ógrynni af lögum komið á hljómplötum með Ragnari og segir hann að í einna mestu uppáhaldi hjá sér sé lag pabba hans, „við bjóðum góða nótt", en einnig sé lag eins og „my way" í miklu uppáhaldi. Þá segist hann halda mikið upp á lag Gunnars Þórðarsonar, „ljúfa langa sumar", sem sé á disknum nýja. Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Söngvarinn ástsæli, Ragnar Bjarnason, er sjötugur í dag og heldur um leið upp á hálfrar aldar söngafmæli. Hann segir þjóðina ekki vera að losna við sig og hann hætti ekki að syngja á meðan röddin ekki gefur sig. Ragnar Bjarnason þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni, svo lengi hefur rödd hans hljómað í eyrum hennar. Það var ljóst strax á unglingsárum hvaða starf hann myndi leggja fyrir sig, enda er nú svo komið að hann heldur upp á 50 ára söngafmæli. Afmælisbarnið heldur upp á daginn í faðmi fjöldskyldunnar, en hann segir að dóttur sín ætli að halda veislu fyrir gamla manninn, en á laugardag verður söngveisla á Broadway. Raggi segir að þar verði allir sem koma að disknum sem út kemur í október og allir muni þar gleðjast með sér. Um 40 manns koma að nýju plötunni hans Ragnars, úrvalslið að hans sögn enda er hann alsæll með árangurinn. Það lítur reyndar út fyrir að uppselt verði á söngafmælið á laugardag og er því strax farið að tala um framhaldsafmæli 1. október og Ragnar segist til í það, því þrátt fyrir að vera orðinn sjötugur er hann ekkert að gefa eftir. Hann segir að það losni enginn við sig, enda hafi hann eins gaman af söngnum og fyrir 50 árum og á meðan guð gefi að hann haldi röddinni þá haldi hann áfram. Á löngum ferli, hefur ógrynni af lögum komið á hljómplötum með Ragnari og segir hann að í einna mestu uppáhaldi hjá sér sé lag pabba hans, „við bjóðum góða nótt", en einnig sé lag eins og „my way" í miklu uppáhaldi. Þá segist hann halda mikið upp á lag Gunnars Þórðarsonar, „ljúfa langa sumar", sem sé á disknum nýja.
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira