Fólk treystir einum en kýs annan 22. september 2004 00:01 Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1% Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfússonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% umfram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra í könnuninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystumanna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokkalegan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: "Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trúverðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda". Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokkinn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðskönnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins vegar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% framsóknarmann, spurðir um traustverðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokkinn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins vegar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Framsókn og Vinstri grænum. "Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. "Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstaðan til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnumótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi," segir prófessor Ólafur. Sjálfstæðisflokkur: 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1%
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira