Plexígler í uppáhaldi 22. september 2004 00:01 Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning. Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Plexígler er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni Högnadóttur, hönnuði og sjónvarpskonu. "Það eru ótrúlegir möguleikar með þetta efni, hægt er að velja hvaða lit sem er, efnið er til í mörgum þykktum, auðvelt er að beygja það og sveigja og best er hvað það er ódýrt." Heimili hennar og verkefnin sem hún hefur tekið að sér bera áhuganum glögg merki. "Núna er ég að klæða gamlan tekkskenk með hvítu plexígleri, þetta er svolítið nostur en alveg óskaplega gaman," segir Þórunn og bætir við að nýjasta æðið hjá henni sé að skreyta fyrir barnaafmæli. "Ég var að gera barnaafmæli fyrir Gestgjafann um daginn og gjörsamlega missti mig í öllu skrautinu, þarna fékk skreytiþörfin hjá mér allsherjar útrás." Þórunn er nýr meðstjórnandi Valgerðar Matthíasdóttur í hinum sívinsæla sjónvarpsþætti Innlit/útlit sem hóf göngu sína á ný á Skjá einum á dögunum. Þórunn hefur óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegu heimili, innanhúshönnun er henni hugleikin og skreytiþörfin er mikil. Ásamt því að heimsækja landsmenn á skjánum starfar Þórunn sem stílisti hjá NTC hf., sinnir ýmsum verkefnum á sviði útlitshönnunar og tekur að sér veisluskreytingar. Þrátt fyrir að nóg sé að gera sest Þórunn gjarnan niður með skissubókina í frítímanum og leyfir huganum að reika. Hún hefur sjálf hannað þó nokkra hluti sem prýða heimili hennar, bæði hannar hún hlutina frá grunni og hefur einnig gaman af því að setja gamla muni í nýjan búning.
Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira