Drekkti sér í sögu og menningu. 22. september 2004 00:01 Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur. Ferðalög Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur.
Ferðalög Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira