Strákarnir okkar á KR-velli 26. september 2004 00:01 Þó að knattspyrnuvertíðinni sé formlega lokið í ár sáust kunnuglegir búningar á KR-vellinum í Frostaskjólinu í dag. Þar fóru fram tökur á atriði úr myndinni „Strákarnir okkar“ sem er væntanleg í kvikmyndahús snemma á næsta ári. Töluverður fjöldi fólks var mættur í stúkuna í Frostaskjóli í dag, til þess að horfa á leikmenn KR og Fylkis, og jafnvel í þeirri von að fá að bregða fyrir á hvíta tjaldinu á komandi mánuðum. Þarna var samankomið fólk á öllum aldri, jafnt gamlir fastagestir af Melavellinum, sem yngra fólk sem aldrei hefur litið KR völlinn stúkulausan. Meðal áhorfenda voru einnig Elvis-bræður sem héldu uppi stemmningu í stúkunni. Þó að ekki hafi leikmenn meistaraflokka Fylkis og KR látið sjá sig kom það ekki að sök því aðalleikari myndarinnar hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína og yljaði áhorfendum með öruggum spyrnum sem þöndu netmöskvana Róbert Douglas er leikstjóri myndarinnar og segir hann tökur hafa gengið þrælvel fram að þessu. Upptökurnar á KR- vellinum í dag séu í raun síðustu tökur og því styttist í að bíógestir fái að sjá myndina, sem verður líklega í byrjun næsta árs. Innlent Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þó að knattspyrnuvertíðinni sé formlega lokið í ár sáust kunnuglegir búningar á KR-vellinum í Frostaskjólinu í dag. Þar fóru fram tökur á atriði úr myndinni „Strákarnir okkar“ sem er væntanleg í kvikmyndahús snemma á næsta ári. Töluverður fjöldi fólks var mættur í stúkuna í Frostaskjóli í dag, til þess að horfa á leikmenn KR og Fylkis, og jafnvel í þeirri von að fá að bregða fyrir á hvíta tjaldinu á komandi mánuðum. Þarna var samankomið fólk á öllum aldri, jafnt gamlir fastagestir af Melavellinum, sem yngra fólk sem aldrei hefur litið KR völlinn stúkulausan. Meðal áhorfenda voru einnig Elvis-bræður sem héldu uppi stemmningu í stúkunni. Þó að ekki hafi leikmenn meistaraflokka Fylkis og KR látið sjá sig kom það ekki að sök því aðalleikari myndarinnar hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína og yljaði áhorfendum með öruggum spyrnum sem þöndu netmöskvana Róbert Douglas er leikstjóri myndarinnar og segir hann tökur hafa gengið þrælvel fram að þessu. Upptökurnar á KR- vellinum í dag séu í raun síðustu tökur og því styttist í að bíógestir fái að sjá myndina, sem verður líklega í byrjun næsta árs.
Innlent Lífið Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira