Kúgaðir í fangelsum 28. september 2004 00:01 Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira