Í fjallasölum austurrísku Alpanna 29. september 2004 00:01 Skíðagöngur í fjallasölum austurrísku Alpanna eru meðal þess sem Ferðaþjónusta bænda er að skipuleggja á útmánuðum. Slíkt telst til tíðinda hér á landi. Þetta er vikuferð og stendur frá 5. til 12. mars. Flogið er til Verona á Ítalíu og ekið þaðan til bæjarins Seefeld, sem er í hjarta fjallahéraðsins Týról. Þar er fyrsta flokks skíðagöngusvæði og gist verður á fjögurra stjarna hóteli sem er þekkt fyrir góðan mat og lipra þjónustu. Íris Marelsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Reykjalundi, er ráðin fararstjóri og er þegar farin að hlakka til. En verða menn ekki að vera flinkir á gönguskíðum til að fylgja henn eftir? "Nei, ferðin hentar bæði byrjendum og vönum því við munum skipta liði og fara bæði lengri og styttri ferðir. Hugsanlega verður svo hist í hádeginu," segir hún. Hægt verður að leigja skíði á staðnum en þeir sem eiga skíði ættu að taka þau með, að sögn Írisar. Hún segir ávallt verða byrjað á upphitunarhraða, síðan aukið í, hægt á síðdegis og endað á góðum teygjum. "Þetta verður heilsubótarferð við allra hæfi," fullyrðir hún og upplýsir að ólympíusundlaug sé við hliðina á hótelinu, með gufubaði og hvíldarherbergi. "Ólympíuleikarnir í norrænum greinum voru haldnir á þessu svæði 1964 og 1976 og heimsmeistarakeppnin árið 1999. Við munum njóta þess þegar við komum heim af skíðunum að leggjast í laugina. Ég held það finnist varla hollari blanda af hreyfingu en gönguskíði og sund saman," segir Íris. Spurð í lokin hvort hún haldi að Íslendingar hafi nægilegan áhuga á gönguskíðaíþróttinni til að hægt sé að fylla svona ferð svarar hún: "Það er þá kominn tími til að efla þann áhuga". Ferðin kostar 110.000 krónur á manninn miðað við að tveir séu í herbergi. Innifalið er hálft fæði, það er morgunmatur, eftirmiðdagskaffi og kvöldmatur, aðgangur að öllum gönguskíðabrautum og fleira. Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Skíðagöngur í fjallasölum austurrísku Alpanna eru meðal þess sem Ferðaþjónusta bænda er að skipuleggja á útmánuðum. Slíkt telst til tíðinda hér á landi. Þetta er vikuferð og stendur frá 5. til 12. mars. Flogið er til Verona á Ítalíu og ekið þaðan til bæjarins Seefeld, sem er í hjarta fjallahéraðsins Týról. Þar er fyrsta flokks skíðagöngusvæði og gist verður á fjögurra stjarna hóteli sem er þekkt fyrir góðan mat og lipra þjónustu. Íris Marelsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Reykjalundi, er ráðin fararstjóri og er þegar farin að hlakka til. En verða menn ekki að vera flinkir á gönguskíðum til að fylgja henn eftir? "Nei, ferðin hentar bæði byrjendum og vönum því við munum skipta liði og fara bæði lengri og styttri ferðir. Hugsanlega verður svo hist í hádeginu," segir hún. Hægt verður að leigja skíði á staðnum en þeir sem eiga skíði ættu að taka þau með, að sögn Írisar. Hún segir ávallt verða byrjað á upphitunarhraða, síðan aukið í, hægt á síðdegis og endað á góðum teygjum. "Þetta verður heilsubótarferð við allra hæfi," fullyrðir hún og upplýsir að ólympíusundlaug sé við hliðina á hótelinu, með gufubaði og hvíldarherbergi. "Ólympíuleikarnir í norrænum greinum voru haldnir á þessu svæði 1964 og 1976 og heimsmeistarakeppnin árið 1999. Við munum njóta þess þegar við komum heim af skíðunum að leggjast í laugina. Ég held það finnist varla hollari blanda af hreyfingu en gönguskíði og sund saman," segir Íris. Spurð í lokin hvort hún haldi að Íslendingar hafi nægilegan áhuga á gönguskíðaíþróttinni til að hægt sé að fylla svona ferð svarar hún: "Það er þá kominn tími til að efla þann áhuga". Ferðin kostar 110.000 krónur á manninn miðað við að tveir séu í herbergi. Innifalið er hálft fæði, það er morgunmatur, eftirmiðdagskaffi og kvöldmatur, aðgangur að öllum gönguskíðabrautum og fleira.
Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira