Tekið á stafrænum rummungum 29. september 2004 00:01 Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast "Piracy Deterrence and Education Act," gera yfirvöldum líka auðveldara að lögsækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hugbúnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum notendum með þar til gerðum hugbúnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lögbann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólöglegrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðnaðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt eintök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjaldslöndum. Þá er notaður afritunarbúnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru "speglaðir" með afritunarvörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistardiska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól stafrænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Alibre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfundarréttarbrotum, en framfylgni þeirra laga hefur verið lítil sem engin. Greiningarfyrirtæki á upplýsingatæknisviði áætla til dæmis að nærri 90 prósent hugbúnaðar sem notaður er í Rússlandi sé stolinn. Auk lagafrumvarpsins sem minnst er á hér að ofan vinnur Bandaríkjaþing að gerð þriggja annarra frumvarpa, að minnsta kosti, sem taka eiga á höfundarréttarbrotum. Eitt tekur á því ef hvatt er til brota á höfundarréttarbrotum (Inducing Infringement of Copyright Act) og gerir fyrirtæki sem selja skráadeiliforrit ábyrg fyrir notkun hugbúnaðarins. Þá er í smíðum frumvarp sem heimilar notendum að gera afrit af DVD-diskum sem þeir hafa fest kaup á en slíkt er nú óheimilt samkvæmt höfundarréttarlögum ytra. Þá er einnig í burðarliðnum frumvarp sem auðveldar höfðun einkamála á hendur þeim sem grunaðir eru um brot gegn höfundarrétti. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Í Bandaríkjunum getur varðað allt að sex ára fangelsi fyrir að nota myndbandstökuvélar til að taka upp sýningar í kvikmyndahúsum, ef frumvarp sem neðri deild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag verður að lögum. Lögin sem nefnast "Piracy Deterrence and Education Act," gera yfirvöldum líka auðveldara að lögsækja netnotendur sem dreifa miklu magni af tónlist og öðru efni sem varið er höfundarrétti. Framleiðendur kvikmynda og tónlistar hafa sífellt auknar áhyggjur af ólögmætri stafrænni afritun og dreifingu efnisins. Í Bandaríkjunum hefur sjónum mikið verið beint að venjulegum tölvunotendum sem sækja sér hugbúnað, tónlist og kvikmyndir á netið og deila með öðrum notendum með þar til gerðum hugbúnaði. Einna frægast slíkra forrita var skráadeiliforritið Napster sem sett var lögbann á. Í kjölfarið spratt upp fjöldi ámóta forrita sem tölvunotendur skiptu yfir í, svo sem Kazaa og WinMX. Hér á landi ber einna mest á notkun forrits að nafni DC++ , en með því geta tölvunotendur skipst á skrám innanlands og þurfa ekki að ganga á erlenda niðurhalskvóta sína. Skráadeiliforrit Ekki er deilt um að ólögmæt dreifing höfundarréttarvarins efnis er hægt að meta á svimandi háar upphæðir, að því gefnu að fólkið sem deilir skránum keypti sér efnið fengist það ekki ókeypis. Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) halda því til að mynda fram að sökum ólöglegrar afritunar kvikmynda verði iðnaðurinn af tekjum sem nemi meira en þremur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins, en voru yfir 30 milljónir. Diskar speglaðir Helsta gagnrýnin á áherslur höfundarrétthafa hefur hins vegar verið á þá leið að þarna sé ekki verið að taka á stærsta vanda iðnaðarins, því í raun sé fólk ekki að nota skráaskiptin í hagnaðarskyni og myndi tæplega kaupa efnið hvort eð er. Þá hafi tónlistarskipti fólks endurvakið áhuga á tónlist og gefið fólki kost á að kynna sér listamenn og ákveða hvort það vilji kaupa tónlist þeirra. Alla jafna vilji fólk eiga lögmæt eintök kvikmynda og tónlistar, enda séu þau í eigulegum umbúðum og framsetning með eðlilegum hætti. Þar kemur að helsta vanda framleiðenda stafræns efnis, sem er ólögleg afritun sem stunduð er í magni sums staðar í Asíu og fyrrum austantjaldslöndum. Þá er notaður afritunarbúnaður sem iðnaðurinn kemur engum vörnum við. Geisladiskar eru "speglaðir" með afritunarvörnum og öllu og búið um þá til sölu í áprentuðum hulstrum og svo eru diskarnir seldir fyrir brot af því sem þeir kosta séu þeir keyptir með lögmætum hætti. Gildir þá einu hvort um er að ræða rándýr forrit, tónlistardiska eða DVD-kvikmyndir. Stolinn hugbúnaður Rússland er eitt þeirra ríkja sem hefur verið skálkaskjól stafrænna höfundarréttarbrjóta. Undir lok síðasta árs kom upp mál þar sem teikniforrit að nafni RaceCAD var selt á netinu, en það var byggt á gögnum sem stolið hafði verið frá bandarísku fyrirtæki að nafni Alibre. Í Rússlandi hefur þó raunar töluvert verið gert til að koma á lagaumhverfi sem tekur á höfundarréttarbrotum, en framfylgni þeirra laga hefur verið lítil sem engin. Greiningarfyrirtæki á upplýsingatæknisviði áætla til dæmis að nærri 90 prósent hugbúnaðar sem notaður er í Rússlandi sé stolinn. Auk lagafrumvarpsins sem minnst er á hér að ofan vinnur Bandaríkjaþing að gerð þriggja annarra frumvarpa, að minnsta kosti, sem taka eiga á höfundarréttarbrotum. Eitt tekur á því ef hvatt er til brota á höfundarréttarbrotum (Inducing Infringement of Copyright Act) og gerir fyrirtæki sem selja skráadeiliforrit ábyrg fyrir notkun hugbúnaðarins. Þá er í smíðum frumvarp sem heimilar notendum að gera afrit af DVD-diskum sem þeir hafa fest kaup á en slíkt er nú óheimilt samkvæmt höfundarréttarlögum ytra. Þá er einnig í burðarliðnum frumvarp sem auðveldar höfðun einkamála á hendur þeim sem grunaðir eru um brot gegn höfundarrétti.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira