Matur sem börnin borða 30. september 2004 00:01 "Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís. Matur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Margir kannast við það að börnin þeirra borði lítið sem ekkert heima hjá sér en séu miklir mathákar í leikskólanum. Út frá þessu algenga vandamáli kviknaði hugmyndin," segir Ásta Vigdís Jónsdóttir, ritstjóri bókarinnar Krakkaeldhús sem nýverið kom út hjá útgáfunni Hemru. Í bókinni eru tíndar til uppskriftir frá leikskólum landsins, sem hafa verið vinsælar hjá börnunum, og framsettar á einfaldan og skemmtilegan máta. Áherslan er lögð á hollt og fjölbreytt fæði sem börnum líkar og geta vel gengið sem máltíð fyrir alla fjölskylduna. "Ég prófaði mikið af þessum uppskriftum á mínu heimili og hafa þær allar slegið í gegn hjá börnunum og þá sérstaklega plokkfiskurinn," segir Ásta Vigdís. Hráefnið í allar uppskriftirnar er mjög aðgengilegt og í flestum tilfellum ódýrt, sem skiptir miklu máli fyrir barnafjölskyldur. "Grænmetið sem sjaldan er vinsælt er fléttað á skemmtilegan hátt inn í uppskriftirnar og á þann veg að börnin borði það með bestu lyst," segir Ásta Vigdís og tekur það fram að ekki eigi að ganga að því vísu að börnin borði ekki tiltekinn mat. Vandað var við allan frágang á bókinni að sögn Ástu og var það haft að leiðarljósi að bókin væri litrík og höfðaði til barna. "Börnin geta sjálf valið sér mat úr bókinni og taka þannig þátt á heimilinu. Við viljum með þessari bók stuðla að jákvæðri og skemmtilegri stund fjölskyldunnar við matarborðið," segir Ásta Vigdís.
Matur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira