Lægri matarskatt og betri skóla 3. október 2004 00:01 Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta. Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta.
Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira