Menning

Bólusett í búðinni

Bólusetningar hófust í Lyfju í Smáralind í gær, en Lyfja er fyrst lyfjabúða á Íslandi með slíka þjónustu. "Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð. Það biðu tíu manns við dyrnar hjá okkur þegar við opnuðum," segir Þórbergur Egilsson lyfjafræðingur, sem er yfirmaður lyfjasviðs Lyfju. Hingað til hefur fólk þurft að hafa samband við heilsugæslustöð eða lækni til þess að fá bólusetningu, og þurft að bíða allt upp í viku. "Við getum boðið upp á þetta á staðnum. Þú borgar og ferð í stutta röð og færð þjónustuna innan fárra mínútna." Hjá Lyfju er fólk rukkað um 1390 krónur fyrir bólusetninguna. Hjá læknum kostar bólusetningin 1200 krónur, "Við fáum þetta hins vegar ekki niðurgreitt, þannig að með þessu erum við væntanlega að spara fyrir hið opinbera, og þó þetta sé aðeins dýrara fyrir einstaklinginn þá er aðgengið mun betra." Þórbergur segir Lyfju bæði vilja bæta þjónustuna við almenning með þessari nýbreytni, og um leið stuðla að því að fleiri láti bólusetja sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.