Opnir tímar í tréskurði 12. október 2004 00:01 Tréskurður tilheyrir bæði tómstundagamni og nytjalist og þá kúnst er hægt að læra á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Sigmundur Hansen og hann segir alla velkomna í tíma, á hvaða aldri sem þeir eru. "Margir halda að þessi staður sé bara fyrir eldri borgara en það er misskilningur. Hingað er öllum frjálst að koma til að taka þátt í því sem fram fer," segir hann og undir það tekur Harpa Rún Jóhannsdóttir, forstöðumaður. "Félagsstarfið er fyrir alla Reykvíkinga og er opið virka daga frá 9 til 17." Tréskurðurinn er á dagskránni á miðvikudögum milli kl. 13 og 16 og þar verða margir fallegir munir til. Sigmundur kveðst yfirleitt forvinna hlutina heima því hann sé mikill föndurkarl. "Síðan legg ég þetta uppí hendurnar á fólkinu og kenni því handbrögðin. Eitt aðalmálið er að finna út hvernig liggur í viðnum, því það verður að beita hnífunum eins og æðarnar liggja," segir hann og heldur áfram. "Við eigum tólf járn og lánum þau byrjendum en ef fólk vill halda áfram þá kaupir það sér áhöldin sjálft. Sumir fá sér sett með þremur hnífum og halda áfram að tálga heima hjá sér en koma svo yfirleitt aftur og fá frekari leiðbeiningar." Á Vesturgötunni eru hin ýmsu námskeið í gangi, auk tréskurðarins, svo sem myndlist, bútasaumur, skrautskrift og postulínsmálun. Þar fyrir utan er spilað og teflt og einn dagskrárliður heitir Spurt og spjallað. Föstudagarnir eru alskemmtilegastir, þá er safnast við flygilinn og sungið og svo dansað í aðalsalnum á eftir. Föstudagarnir heita líka "sparidagar"!Hulda Ósk Ágústsdóttir sker út ramma fyrir klukku og barómet.Mynd/Stefán Nám Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Tréskurður tilheyrir bæði tómstundagamni og nytjalist og þá kúnst er hægt að læra á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Sigmundur Hansen og hann segir alla velkomna í tíma, á hvaða aldri sem þeir eru. "Margir halda að þessi staður sé bara fyrir eldri borgara en það er misskilningur. Hingað er öllum frjálst að koma til að taka þátt í því sem fram fer," segir hann og undir það tekur Harpa Rún Jóhannsdóttir, forstöðumaður. "Félagsstarfið er fyrir alla Reykvíkinga og er opið virka daga frá 9 til 17." Tréskurðurinn er á dagskránni á miðvikudögum milli kl. 13 og 16 og þar verða margir fallegir munir til. Sigmundur kveðst yfirleitt forvinna hlutina heima því hann sé mikill föndurkarl. "Síðan legg ég þetta uppí hendurnar á fólkinu og kenni því handbrögðin. Eitt aðalmálið er að finna út hvernig liggur í viðnum, því það verður að beita hnífunum eins og æðarnar liggja," segir hann og heldur áfram. "Við eigum tólf járn og lánum þau byrjendum en ef fólk vill halda áfram þá kaupir það sér áhöldin sjálft. Sumir fá sér sett með þremur hnífum og halda áfram að tálga heima hjá sér en koma svo yfirleitt aftur og fá frekari leiðbeiningar." Á Vesturgötunni eru hin ýmsu námskeið í gangi, auk tréskurðarins, svo sem myndlist, bútasaumur, skrautskrift og postulínsmálun. Þar fyrir utan er spilað og teflt og einn dagskrárliður heitir Spurt og spjallað. Föstudagarnir eru alskemmtilegastir, þá er safnast við flygilinn og sungið og svo dansað í aðalsalnum á eftir. Föstudagarnir heita líka "sparidagar"!Hulda Ósk Ágústsdóttir sker út ramma fyrir klukku og barómet.Mynd/Stefán
Nám Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira