50 ára íbúð í Vesturbænum 19. október 2004 00:01 Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira