Nóbel Halldórs var umdeildur 20. október 2004 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira