Reynir að láta verkfallið líða 21. október 2004 00:01 Auður Elísabet Helgadóttir er ellefu ára og vissulega ein þeirra sem ætti að vera að auka við þekkingu sína með hjálp kennaranna í skólanum sínum, sem er Háteigsskóli. Hún kveðst vera orðin hundleið á verkfallinu og vonar að það leysist sem fyrst og kennararnir fái einhverja launahækkun. "Mér finnst leiðinlegt að fá ekki að hitta skólafélagana og sakna þeirra sem búa langt í burtu," segir hún og spurð um hegðun bekkjarins almennt svarar hún: "Stundum erum við æst en oftast góð." Skemmtilegustu greinarnar þykja henni þær verklegu, smíði, saumar og heimilisfræði, auk íþrótta. Hún kveðst hafa haldið áfram með handavinnuverkefnin sín heima. "Ég er búin að klára húfu sem ég var byrjuð á fyrir verkfallið og er að prjóna trefil," segir hún kankvís og dregur líka upp fínasta dúk sem hún er að sauma í fallega rós með kontórsting og lykkjuspori. Hún segist líka hafa gert eitt og annað skemmtilegt í verkfallinu eins og að skoða heimili nóbelskáldsins á Gljúfrasteini og fara í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Auður Elísabet er líka svo heppin að hafa fleiri verkefni. Hún ber út Fréttablaðið og DV í tveimur götum í Hlíðunum ásamt bróður sínum og vaknar því ávallt klukkan sex á morgnana, hvort sem skólinn kallar eða ekki. Nú er bróðir hennar Arnar Erwin á ólympíumótinu í skák og þá er það mamman sem hjálpar stelpunni sinni við blaðaburðinn. Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Auður Elísabet Helgadóttir er ellefu ára og vissulega ein þeirra sem ætti að vera að auka við þekkingu sína með hjálp kennaranna í skólanum sínum, sem er Háteigsskóli. Hún kveðst vera orðin hundleið á verkfallinu og vonar að það leysist sem fyrst og kennararnir fái einhverja launahækkun. "Mér finnst leiðinlegt að fá ekki að hitta skólafélagana og sakna þeirra sem búa langt í burtu," segir hún og spurð um hegðun bekkjarins almennt svarar hún: "Stundum erum við æst en oftast góð." Skemmtilegustu greinarnar þykja henni þær verklegu, smíði, saumar og heimilisfræði, auk íþrótta. Hún kveðst hafa haldið áfram með handavinnuverkefnin sín heima. "Ég er búin að klára húfu sem ég var byrjuð á fyrir verkfallið og er að prjóna trefil," segir hún kankvís og dregur líka upp fínasta dúk sem hún er að sauma í fallega rós með kontórsting og lykkjuspori. Hún segist líka hafa gert eitt og annað skemmtilegt í verkfallinu eins og að skoða heimili nóbelskáldsins á Gljúfrasteini og fara í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Auður Elísabet er líka svo heppin að hafa fleiri verkefni. Hún ber út Fréttablaðið og DV í tveimur götum í Hlíðunum ásamt bróður sínum og vaknar því ávallt klukkan sex á morgnana, hvort sem skólinn kallar eða ekki. Nú er bróðir hennar Arnar Erwin á ólympíumótinu í skák og þá er það mamman sem hjálpar stelpunni sinni við blaðaburðinn.
Hús og heimili Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira