Landaljómi er persóna í bókinni Atómstöðin eftir Halldór Kiljan Laxness en Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði í fréttum í gær að sú persóna væri að líkindum byggð á Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Thor gefur lítið fyrir skrif Hannesar.
Landaljómi var gerspilltur og drykkfelldur yfirstéttardrengur og frekar að það sé leiðum að líkjast í þessu efni. Thor vildi ekki veita viðtal vegna málsins en sagði þó þetta orðrétt: „Ég veit engan mann á íslandi sem væri fjær því að geta ímyndað sér hvernig skáld og aðrir listamenn hugsi.“
