Dauðans alvara í Afganistan 24. október 2004 00:01 Atvikið í miðborg Kabúl í Afganistan í gær, þegar tveir Íslendingar særðust og einn hlaut skrámur í sprengjuárás á hóp friðargæsluliða, hlýtur að skapa alvarlegar opinberar umræður um forsendurnar fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu. Hafi einhverjir hér á landi haft á tilfinningunni að friðargæsla væri friðsælt, hættulaust og jafnvel hversdagslegt verkefni, sem ekki væri sérstök ástæða til að leiða hugann að eða hafa áhyggjur af – einhvers konar skátastarf – á það ekki lengur við. Hryðjuverkið í Kabúl segir okkur að friðargæsla er dauðans alvara. Ódæðisverknaðinum var vísvitandi beint að átta manna hópi friðargæslumanna. Í hópnum voru sex Íslendingar, einn Bandaríkjamaður og einn Tyrki. Hatrið sem beindist að þeim var slíkt að tilræðismaðurinn kaus að sprengja sjálfan sig upp og deyja til að geta unnið þeim mein. Því miður er ekki um einangraðan atburð að ræða því fréttir um ódæðisverk af þessu tagi berast reglulega frá Afganistan. Þær sýna að langur vegur er frá því að tekist hafi að koma á friði og jafnvægi í landinu í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna og fleiri þjóða fyrir tveimur árum. Þær sýna að friðargæslan þar er áhættusamt starf við erfiðar og afar hættulegar aðstæður. Ekki eru liðnir fimm mánuðir frá því að Íslendingar tóku við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Um það var þá talað sem stærsta friðargæsluverkefni okkar frá upphafi og mikið gert úr því trausti sem Íslendingum væri sýnt með því að fela þeim að stjórna fjölþjóðlegu liði frá Atlantshafsbandalaginu á flugvellinum. Á annan tug íslenskra manna mun vera við störf í Kabúl og gegna flestir þeirra einhvers konar stjórnunarstörfum. Yfirmaður flugvallarins er íslenskur og íslenskur sérsveitarlögreglumaður stýrir hópi vopnaðra varðmanna á vellinum. Þó að við Íslendingar höfum í meira en hálfa öld í þágu varna landsins verið þátttakendur í öflugasta hernaðarbandalagi veraldar, Atlantshafsbandalaginu, er sú hugsun mjög sterk og áleitin með þjóðinni að við eigum að koma fram sem hlutlausir friðflytjendur og sáttasemjarar á alþjóðavettvangi. Einmitt þess vegna fór stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak fyrir brjóstið á svo mörgum hér á landi. Ýmsum hefur þótt að friðargæsla hentaði Íslendingum vel og að við ættum að bera okkur eftir frekari alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Um þessa skoðun má efast. Friðargæsla er á mörkum löggæslu og hermennsku og hið síðarnefnda á sér enga hefð á Íslandi. Við getum áreiðanlega á ýmsum sviðum leiðbeint og kennt öðrum þjóðum til verka en friðargæsla er tæpast eitt þeirra. Og rétt er að hafa í huga að sem friðargæslumenn í Afganistan komum viðekki fram sem hlutlausir aðilar, óháðir þeim sem takast á í landinu,heldur sem þátttakendur í hernáminu. Þess vegna beinast skeytin og hatrið að okkar mönnum. Um leið og við fordæmum sjálfsvígsárásina í Kabúl í gær hljótum við að staldra við og spyrja um framtíð og forsendur íslenskrar friðargæslu. Okkar menn í Afganistan eru í daglegri lífshættu og það er nauðsynlegt að þjóðin viti það og horfist í augu við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Atvikið í miðborg Kabúl í Afganistan í gær, þegar tveir Íslendingar særðust og einn hlaut skrámur í sprengjuárás á hóp friðargæsluliða, hlýtur að skapa alvarlegar opinberar umræður um forsendurnar fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðargæslu. Hafi einhverjir hér á landi haft á tilfinningunni að friðargæsla væri friðsælt, hættulaust og jafnvel hversdagslegt verkefni, sem ekki væri sérstök ástæða til að leiða hugann að eða hafa áhyggjur af – einhvers konar skátastarf – á það ekki lengur við. Hryðjuverkið í Kabúl segir okkur að friðargæsla er dauðans alvara. Ódæðisverknaðinum var vísvitandi beint að átta manna hópi friðargæslumanna. Í hópnum voru sex Íslendingar, einn Bandaríkjamaður og einn Tyrki. Hatrið sem beindist að þeim var slíkt að tilræðismaðurinn kaus að sprengja sjálfan sig upp og deyja til að geta unnið þeim mein. Því miður er ekki um einangraðan atburð að ræða því fréttir um ódæðisverk af þessu tagi berast reglulega frá Afganistan. Þær sýna að langur vegur er frá því að tekist hafi að koma á friði og jafnvægi í landinu í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna og fleiri þjóða fyrir tveimur árum. Þær sýna að friðargæslan þar er áhættusamt starf við erfiðar og afar hættulegar aðstæður. Ekki eru liðnir fimm mánuðir frá því að Íslendingar tóku við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Um það var þá talað sem stærsta friðargæsluverkefni okkar frá upphafi og mikið gert úr því trausti sem Íslendingum væri sýnt með því að fela þeim að stjórna fjölþjóðlegu liði frá Atlantshafsbandalaginu á flugvellinum. Á annan tug íslenskra manna mun vera við störf í Kabúl og gegna flestir þeirra einhvers konar stjórnunarstörfum. Yfirmaður flugvallarins er íslenskur og íslenskur sérsveitarlögreglumaður stýrir hópi vopnaðra varðmanna á vellinum. Þó að við Íslendingar höfum í meira en hálfa öld í þágu varna landsins verið þátttakendur í öflugasta hernaðarbandalagi veraldar, Atlantshafsbandalaginu, er sú hugsun mjög sterk og áleitin með þjóðinni að við eigum að koma fram sem hlutlausir friðflytjendur og sáttasemjarar á alþjóðavettvangi. Einmitt þess vegna fór stuðningur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak fyrir brjóstið á svo mörgum hér á landi. Ýmsum hefur þótt að friðargæsla hentaði Íslendingum vel og að við ættum að bera okkur eftir frekari alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Um þessa skoðun má efast. Friðargæsla er á mörkum löggæslu og hermennsku og hið síðarnefnda á sér enga hefð á Íslandi. Við getum áreiðanlega á ýmsum sviðum leiðbeint og kennt öðrum þjóðum til verka en friðargæsla er tæpast eitt þeirra. Og rétt er að hafa í huga að sem friðargæslumenn í Afganistan komum viðekki fram sem hlutlausir aðilar, óháðir þeim sem takast á í landinu,heldur sem þátttakendur í hernáminu. Þess vegna beinast skeytin og hatrið að okkar mönnum. Um leið og við fordæmum sjálfsvígsárásina í Kabúl í gær hljótum við að staldra við og spyrja um framtíð og forsendur íslenskrar friðargæslu. Okkar menn í Afganistan eru í daglegri lífshættu og það er nauðsynlegt að þjóðin viti það og horfist í augu við það.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun