Málefnafátækt hjá Bush og Kerry 27. október 2004 00:01 Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira